Skemmtilegustu multiffectagræjurnar sem að ég hef prófað bæði fyrir bassa og gítar eru frá Zoom og fást þær í Tónastöðinni og eru ekki dýrar, annars unnum við bara með Pro Tools við upptöku á disknum okkar og þar notuðum við enga magnara heldur notuðum við forrit sem heitir Amp Farm frá Line 6 sem að líkir ótrúlega vel eftir öllum helstu mögnurum og effectum sem að hafa verið framleiddir, þ.á.m. Fender Twin og Bassman, Marshall, Carlsboro ofl.