Í fyrsta lagi er nær öll lestregða kölluð ,,lesblinda“ en það er algjör vitleysa. Aðeins örfáir eru lesblindir en margir sem fá greiningu eiga við ,,lestrarörðugleika” að stríða, þ.e. eru lestregir. Það er bara í tísku að vera lesblindur eins og að vera ofvirkur. Því miður því í flestum tilfellum er ekki um lesblindu að ræða og því fá úrræði fyrir hendi. Það er líka ekki gott að venja nemendur á að fá sífellt afslátt af kröfum og svo er það nú frekar slæmt fyrir samfélagið í heild - lækkar...