Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rauðu örvarnar (5 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja, þetta var flott yfirflug þótt það hafi hvorki verið low pass né listflugsýning. Það var leiðinlegt hvað veðrið setti mikið strik í reikninginn - bæði mjög lágskýjað og regn rétt á meðan á þessu stóð. Fallegt flug samt hjá sveitinni.

Bless (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Söknuður minn er eins og síðustu geislar eldrauðrar þrútinnar sólar deyjandi dags… Himininn er fjólublár… og bleikur… Síðan… Köld, djúp nótt, þvöl, sem svíður vanga minn en ég hlakka til næsta dags. Með þér!

Flottur monitor í Boston? (2 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Er þetta flott, að hafa svona life monitor? Sá þetta á Tilverunni: http://www4.passur.com/bos.html

Skattar! Skattar! (37 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er að bilast yfir þessari skattpíningu sem við launþegar þurfum að búa við. Maður vinnur eins og skepna, myrkranna á milli og á vart nóg í lok mánaðar til að greiða fasta reikninga, sem eru af íbúð og ódýrum bíl. Við hjónin þurfum að greiða 2,2 milljónir í skatta fyrir síðasta ár þrátt fyrir að endar nái varla saman. Við erum að kaupa blokkaríbúð, eigum milljón króna bíl, förum út að skemmta okkur 3 á ári, reykjum ekki, drekkum ekki, höfum farið í 3 utanlandsferðir á tæpum 7 árum. Við...

Erlendir flugmenn og fullgildingar (4 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hvað finnst ykkur herramönnum (og frúum) um fullgildingar flugmanna sem koma utan JAA ríkjanna - teljið þið að það sé of auðsótt mál fyrir þá (þær) að fá fullgildingar? Hvernig er það annars, leiða slíkar fullgildingar skírteina til þess að einstaklingarnir fá JAA-skírteini eða? Kveðja/Pachinn

Tinni (4 álit)

í Myndasögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Veit einhver hvar hægt er að nálgast restina af Tinna-bókunum? Ég keypti það sem til var á útsölu hjá Fjölva í fyrra en.. mig vantar um helming bókanna.

Hatursáróður Ritters (34 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Gott dæmi um mynd þar sem tölfræðin er notuð til villa um fyrir fólki sem ekki þekkir til, er myndin um dvalarleyfi sem Ritter hefur sett hér inn. Af myndinni mætti ætla að þúsundir nýrra dvalarleyfi væru gefin út hér árlega. Svo er auðvitað ekki, heldur eru þetta heildartölur um öll dvalarleyfi sem út eru gefin á þessum árum. Svo má líka benda á að miklu færri einstaklingar eru á bak við leyfin en fjöldi leyfanna, þannig þurfa innflytjendur að sækja oft um leyfi, t.d. er fyrsta leyfi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok