Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hundur án ólar.

í Hundar fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þegar hún er fyndin hjá, þetta var ákaflega léleg tilraun til kaldhæðni og á asnalegum stað. Þó að brandarar séu fyndnir þá þýðir það ekki að ALLIR brandarar séu fyndnir…..

Re: Syngum nú öll saman því Houlier er farin

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Gilli, það er alveg rétt, síðustu 2 tímabil voru ekki nógu góð. Má ég líka benda þér á að United náði nú ekkert rosalegum árangri á þessum tímabili og Real Madrid enduðu titilslausir í 4 sæti á spáni. Það eru nú bara 2 ár síðan Liverpool náðu 3 titlum á einu ári. En þú ert alveg að misskilja um hvað ég var að tala, ég var bara að benda á að Liverpool á fullt af peningum, mig minnir að við síðustu talningu hafi þeir verið taldir 5 ríkasta félagslið í heimi. Því til staðfestingar þá vil ég...

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Svarinu hér að ofan er beint til HRKrissi

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er sagt að krakkar á aldrinum 6-11 ára skilji kaldhæðni en finnist hún bara ekki fyndin. Þú aftur á móti skilur hana ekki, en finnst hún samt fyndin, hvað segir það um þig?

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Til þess að svara fyrst þessu - “Með sömu rökum og þú notar má þá segja að það hafi verið sigur fyrir lýðræði að stjórnin á íslandi hélt velli. Stjórnvöld hér þrátt fyrir kröftug mótmæli friðarsinnar ákváðu að standa við hlið bandamanna okkar og stiðja stríð við Írak. Þjóðin stóð svo upp og studdi ákvörðun hennar með því að kjósa sömu menn til valda aftur. Þetta var sigur fyrir lýðræði.” Ertu semsagt að segja að með því að kjósa stjórnina aftur hafi Íslendingar verið að “standa upp” og...

Re: Syngum nú öll saman því Houlier er farin

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Svo fær hann mikið hærri laun hjá United, ég vil bara minna þig á það að Liverpool er eitt af 10 ríkustu liðum í heimi, held að fólk gleymi því soldið oft. Ég held að stjörnurnar hjá Liverpool séu ekki á mikið lakari launum en stjörnur United. Orðinn þreyttur á að menn tali eins og Liverpool sé eitthvað smálið. Svo er það nú bara staðreynd að þesssi strákur hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi og ég sem stuðningsmaður Liverpool myndi ALDREI spila með United þó ég fengi kannski...

Re: Syngum nú öll saman því Houlier er farin

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þú gætir það reyndar, en málið er bara að hingað til hefur liverpool.is aldrei komið með svona fréttir nema vera með öruggar heimildir og þeir hafa svo ég muni aldrei klikkað. Þeir eru yfirleitt síðastir að birta svona transfer fréttir því þeir vilja það ekki nema þeir séu vissir í sinni sök, þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Ætli Liverpool vilji ekki tilkynna nýjan manager áður en þeir fara að kaupa leikmenn.

Re: Syngum nú öll saman því Houlier er farin

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Og þess má til gamans geta að farþegar á leið til Liverpool lenda iðulega á Manchester flugvelli því þaðan er ekki nema 20min akstur til Liverpool :)

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Eitthvað sem hún hafði á tilfinningunni???? Venjulega tala ég nú ekki svona hérna á huga, en við þig verð ég nú bara að segja: “Ert þú fáviti?” Meirihluta Spánverja var á móti þáttöku spánverja í Íraksstríðinu en stjórnin sendi hermenn þangað í óþökk þjóðarinnar og sleikti rassgatið á Runnanum í vestri. Síðan deyja hundruðir manna í sprengingu í Madrid, hryðjuverkasamtök lýsa ábyrgð á hendur sér og segja ástæðuna þátttaka spánverja í Íraksstríðnu (stríð sem Spænska þjóðin vildi einmitt ekki...

Re: [WOW] Paladin

í Blizzard leikir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei spilað Diablo 2 öðruvísi en í Multiplayer og ég hald að það eigi við um ansi marga, hann er einfaldlega hundleiðinlegur öðruvísi

Re: Erikson er ekki sammála mér....

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér finnst alltaf voðalega asnalegt þegar það er talað um að Own sé lélegur, ekki í formi o.s.frv. En hann skoraði samt 19 mörk þrátt fyrir að missa úr næstum 3 mánuði á miðju tímabili og með illa spilandi lið á bakvið sig allt tímabilið og ekki er nú hægt að segja að þessi mörk hafi komið úr vítum :) Ég er ekkert að segja að hann hafi verið stórkostlegur en betri en margir af top strikerum hefðu verið við sömu aðstæðu

Re: Erikson er ekki sammála mér....

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
er Owen (25 ára í haust) semsagt of gamall?

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jæja vinur, takk fyrir mig og góða helgi ;) Ég er farinn heim að syngja Nínu….

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
hehe, það má vel vera að þetta sé ekki grein heldur samansafn tilvitnana, en það hefur skapast ákveðin hefð hér á huga að skipta umræðum í greinar eða korka og þar sem þetta var á greinarhlutanum þá tók ég mér það bessaleyfi að kalla þetta samansafn tilvitnana - grein Og það er alveg rétt hjá þér, það sem þarna fyrir ofan má finna er að mestu leyti stefnulaust þvaður. Og hvað nóturnar varðar, þá hef ég alltaf haldið að lagleysið felist í flutningnum en ekki nótunum sjálfum, því séu nóturnar...

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég sagði ekki að þetta væri “to good to be true” ég sagði þetta eingöngu vegna þess að miðað við sum svörin þín þá virtist þú ekki alveg vera með á nótunum um þína “eigin” grein.

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég verð nú bara að hrósa þér fyrir þetta svar, ég skrifa svar til þín þar sem ég tala um útúrsnúninga af þinni hálfu og fæ þetta svar í staðinn. En það sem ég meinti var(og allir heilvita menn skilja) að ég efast stórlega um það að þú hafir tekið þetta saman.

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég hef frá því að ég man eftir mér rökrætt (rifist) mikið og eitt hef ég lært, þó að það hafi tekið langan tíma, að rífast ekki við menn sem snúa útúr. Hérna erum við með grein sem snýst eingöngu um það að slíta hluti og tilvitnanir útúr samhengi og varpa fram hinu og þessu án þess að maður hafi hugmynd um í hvaða samhengi þeir eru og við hvaða aðstæður þetta er sagt. Það er sannað að sum dæmin þarna eru einfaldlega röng, eins og dæmið með Magnús og Guðna og meira segja eftir að þér er bent...

Re: Svo eruð þér nokkuð vinstri maður?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það sem hún átti við með þessu var það að þjóðin sá það að núverandi stjórn bara mikla ábyrgð á því afhverju þessir atburðir gerðust og í kjölfarið refsaði hún þeim með því að þeir töpuðu gífurlega miklu fylgi á fáránlega stuttum tíma, Þjóðin fór semsagt ekki “íslensku” leiðina, sem er að gleyma því jafnóðum þegar stjórnmálamenn fara útaf sporinu = sigur fyrir lýðræðið, ekki vera snúa útúr þessu.

Re: MMS !

í Tilveran fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hefuru nokkuð spáð í því að þetta er kannski ástæðan fyrir því að MMS eru frí fram á haust (hjá Vodafone allavega) Þ.e.a.s vegna þess að kerfið er ekki alveg orðið fullkomið

Re: Ert þú eitthvað skárri sjálfur?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Keg - Það er búið að segja þetta nokkrum sinnum en það er eins og fólk eins og þú skiljir það ekki. Á íslandi er lögbundinn réttur allra íslendinga til að segja sína skoðun, sama hversu fáránleg hún er. Þetta frumvarp sviptir menn þessum grundvallarréttindum. Ef að Jón Ásgeir vill eiga sjónvarpsstöð til að koma sínum skoðunum á framfær þá má hann það bara alveg gera það. Það pínir þig enginn til þess að borga áskrift af stöð 2 ef þú vilt það ekki. Alveg eins og ég horfi ekki á Omega vegna...

Re: Trang-Oul Set

í Blizzard leikir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vilhelm - “OLL item i leiknum eru med variable statta (uniques lika).” Segir þetta þér ekki að hann fékk þetta EKKI á netinu þar sem hann er augljóslega að þylja upp það sem hann er með á sínum gaur??? Ákaflega heimskulegt comment hjá þér verð ég að segja….

Re: Forsetinn sagður vanhæfur

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvernig getur þú sagt að hann sé vanhæfur og sagt að það eina rétta sé að láta handhafa forsetavaldsins skrifa undir. Ertu semsagt að segja að ólafur sé vanhæfur en að Davíð Oddsson sé hæfur til þess að samþykkja sitt eigið frumvarp?

Re: Þriðja heimstyrjöldin er hafin !

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég skil bara ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu, það tóku einhver lönd úr öllum heimsálfum (utan S-ameríku) þátt í þessu, þarf að berjast í þeim öllum og einhver ákveðvin % mannkyns að taka þátt til að þú getir litið á þetta sem heimsstyrjöld? Ef svo er, hver eru þá mörkin?

Re: Þriðja heimstyrjöldin er hafin !

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bernstein - “Fyrri og Seinni Heimstyrjaldirnar voru heldur ekki HEIMSstyrjaldir. S-Ameríka, stór hluti Afríku og Asíu tóku ekki þátt í þeim, og er þá strax kominn meirihluti jarðarinnar” Mætti benda þér á að síðast þegar ég vissi þá töldust Japan og Sovetríkin smá partur af Asíu, það VAR barist í Afríku og í raun voru það bara Eyjaálfa og S-ameríka sem ekki tóku þátt (þó svo að Ástralía tæknilega tilheyri Breska heimsveldinu)

Re: Úrslitaleikur um meistaradeildarsæti á laugardaginn

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
má ég benda þér á svar mitt hérna að ofan
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok