Það þýðir lítið að ætla að kenna ríkisstjórninni alfarið um skuldir heimilanna, eða þá flottræfilshætti landans. Báðar skýringarnar eiga rétt á sér. Samt verð ég að segja að það er alveg ótrúlegt hvað Íslendingar telja sig “þurfa” marga hluti. Hér hefur fólk verið að tala um bíla, húsnæði og utanlandsferðir - en hvað með litlu hlutina. Daglegu neysluna: tískuföt, skyndibitamat, sólbekkjastofur, hárlitun og aðra “nauðsynja”hluti sem margt fólk telur sig geta lifað af án annarsstaðar í...