Sem Verzlingur verð ég bara að segja að það er orðið frekar þreytt þetta væl í öllum um Verzlunarskóla sýningar. Við hverju er að búast? Þetta eru efnilegir krakkar sem standa að sýningunni - krakkar sem eru í VERZLUNAR skóla og eru einfaldlega að nota það sem þeim er kennt í skólanum, viðskiptafræði, hagfræði, markaðsfræði, stærðfræði, bókhald osfrv. Það að krakkar á menntaskólastigi séu að setja upp sýningu af þessari stærðargráðu er í raun aðdáunarvert og margir öðlast ómetanlega reynslu...