Góð rök, en spáðu í tengslin, fleiri yngri krakkar þekkja vel 18 ára einstaklinga heldur en 20 ára, ábyrgðarkennd á líka að vera meiri hjá 20 ára en 18 ára, ekki satt. Bara spurning um þroska. Það sem ég er að reyna að segja er að fleiri yngri krakkar hefðu aðgang að áfengi ef áfengisaldur yrði lækkaður… Þeir sem eru 12 ára og drekka eru eundantekningar en ekki reglan eða hvað? Af sömu ástæðu er ég ekki hrifinn af sölu áfengis í smávöruverslunum…