Sæl Swandys8, ég er nemi í íþróttafræði og áhugamaður um bætta heilsu/líferni. Það sem ég hef gert og gagnast mér best er að setja mér markmið. Langtímamarkmið sem er jafnframt breyting á lífstíl er best, leiðina að því skaltu varða með markmiðssetningu sem tekur tillit til stöðu þinnar í lífinu, hvað er það sem þú vilt bæta, er það styrkur, úthald, liðleiki, útlit ? Reyndu síðan að gera þér grein fyrir því hvaða þættir þurfa að breytast hjá þér og reyndu að breyta þeim síðan, einum í einu....