Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Anarcy
Anarcy Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
98 stig

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Wise Ég er 100% sammála þér með það að Saddam er stríðsglæpamaður og honum á að refsa….EN….Hafa Bandaríkjamenn einhvern rétt til að sniðganga Öryggisráðið sem er til þess að ákveða svona hluti, Hans Blix var búinn að biðja um frest, írakar voru loksins farnir að gefa eftir útaf þrýstingnum. Af hverju ekki að bíða í einn til tvo mánuði með innrás bara svona til komast betur að því hvort þessi innrás er lögmæt, þú veist það sjálfur að þessi innrás er ólögleg og brjóta í bága við þá samninga...

Re: Fóstureyðingar -I

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér fannst heimskulegt mótsvar henta heimskulegu svari.

Re: stríð gegn hyðjuverkum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Haha þetta er bara svo barnalegt hjá bandaríkjaforseta, fyrst var “War on drugs” sem hefur ekki ennþá skilað árangri (og mun líklega aldrei gera), og svo núna “War against terrorism” sem á ekki eftir að skila tilætluðum árangri. En með því að ráðast á Írak fá þeir allavega olíu með öllum hryðjuverkunum sem eiga eftir að dembast yfir bandaríkjamenn útaf þessu brambölti.

Re: Fóstureyðingar -I

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Swandys8 Hefur þú sett ánamaðk á öngul…ef ekki þá get ég sagt þér það að hann engist og reynir að koma sér í burtu, eigum við þá að fara með hann heim og kaupa bleyjur og senda hann í rándýran skóla, tja….og jafnvel fresta okkar eigin skólagöngu vegna þess að hann bar vott um það að vera með vitsmuni.

Re: Fóstureyðingar -I

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér finnst allir eiga rétt á að ákveða fyrir sjálfa sig, það kemur barasta engum við þó að einhver fari í fóstureyðingu eða ekki. Ég held allavega að heimurinn ætti fyrst að útrýma öllum vopnum, glæpamönnum og öllu hina vonda í heiminum áður en fóstureyðingar verða bannaðar. Mér finnst bara hræsni að banna konum að eyða fóstri og þeir sem eru á móti því (það er þeir sem eru með einhver læti gagnvart fóstureyðingum) ættu bara að drullast í einhver sértrúarsöfnuð á litla eyju og væla bara þar....

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
mimir hahaha…audda eru USA action man kallarnir ekkert að hugsa um írösku þjóðina þeir eru að hugsa um $$$$$ og svo er líka bara spurning hvort það verði einhver írösk þjóð eftir til að hugsa um eftir þetta sprengjuregnstríð sem á eftir að stunda.

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Wise Auðvitað mun íraska þjóðin græða á olíunni. En Bandaríkjamenn eru að stinga undan rússum t.d. sem voru búnir að semja um aðgang að olíulindunum. Alveg sama hvað þú segir þá er ekki hægt að setja dæmið upp eins og þú segir að það sé, Bandaríkjamenn hafa 30 þjóðir á stuðningslista (meira að segja Ísrael vill ekki vera á opinbera listanum hahahahahahaha), hafa þá allar hinar 170 þjóðirnar rangt fyrir sér þ.á.m. kanada, frakkar, rússar, mexíkó og allar hinar ca.166. Þú veist það sjálfur að...

Re: Sumt er óþarflega flókið!!

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bílar framleiddir í evrópu bila miklu frekar en japanskir bílar samkvæmt könnunum og það sem að zimmi var að reyna að segja (held ég) var það að það á ekki að þurfa margar tegundir af verkfærum til að losa eina hurð af, kannski bara svona tvær tegundir eins og t.d. skrúfjárn og topplykil í staðinn fyrir tvær tegundir af skrúfjárni, sexkant 10mm topp og skrall. Svolleis dúttl er bara óþolandi. Ég átti Elöntru (frá S-kóreu) á sínum tíma og það var óþolandi að gera við hana, óþægilegt að komast...

Re: Alþingi

í Sorp fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég fylgist með stjórnmálum en HELL NO að ég myndi nenna að glápa á alþisrásina.

Re: Stríð

í Tilveran fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Haha, hvernig væri að afvopna bara almenning í USA fyrst, það myndi koma í veg fyrir dauða tugþúsunda manna. Og er Bush treystandi fyrir vopnum, mér sýnist allavega ekki.

Re: Til Elías Davíðssonar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég er á móti stríði eins og Bandaríkjamenn leggja það upp, loksins þegar einhver árangur er að nást hjá vopnaeftirlitinu vill Bush ráðast inn, þvert á ráðleggingar Hans Blix yfirmann vopnaeftirlits Sameinuðu Þjóðanna.

Re: Til Elías Davíðssonar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nei minn kæri SlimShady, ég myndi aldrei níðast á þér:) ég var að svara greinarhöfundi.

Re: Til Elías Davíðssonar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Shit hvað þú ert heilaþvegin manneskja. “Ertu VIRKILEGA að segja mér það að þú sért ekkert á móti því að Írakar hafi að ráða yfir gjöreyðingarvopnum. Það eru 99% líkur á því að Saddam Hussein muni styðja Osama Bin Laden í hryðjuverkum. Af hverju held ég það?” Djöfuls kjaftæði, það er ennþá ekki búið að sanna einhver tengsl Saddams við Osama bin Laden og flestir sem hafa vit á telja að Osama og Saddam séu ekki góðir í samvinnu vegna ólíkrar túlkunar á trúnni. Mér finnst þessi rök þín með...

Re: Útigangsmenn á Íslandi

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Roger, ég nennti bara ekki að fá yfir mig holskeflu svara frá reiðum sjálfstæðismönnum sem hafa kannski ekki húmor fyrir svona kaldhæðni.

Re: Afhverju kettir eru betri en hundar.........

í Kettir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta fer gjörsamlega eftir dýrinu sem við á, það er samt satt að hundar lykta frekar illa en kettir einfaldlega vegna þess að þeir þrífa sig ekki sjálfir, en ef eigendurnir hugsa vel um hundinn þá þarf ekki að vera nein ólykt. Það eru svolítið miklar alhæfingar um persónuleika dýra hérna, en ég veit það af eigin reynslu að kettir t.d. eru hverjir öðrum ólíkari.

Re: Hvað á maður að gera?

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hún getur ekki hafa verið þess virði ef hún var svona ömurleg, hún á ekki skilið að þú “syrgir” hana svona. Reyndu að finna þér hobbý eða eikkað og farðu að einbeita þér að öðru eins og vinum t.d. eftir nokkra mánuði áttu eftir að hugsa, “farið hefur fé betra”.

Re: Ufo the mistery

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Draumagildran var fín…soldið steikt en samt fín.

Re: Útigangsmenn á Íslandi

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þið eruð nú meiri kjánaprikin að halda að það sé fátækt á Íslandi, Ég heyrði meira að segja Davíð Oddsson segja í fréttum eftir áramót að það væri ekki fátækt á Íslandi, þetta hljóta bara að hafa verið leikarar að leika fyrir áróðursmaskínu stjórnarandstöðuflokkana af því að eins og Sjálfstæðismenn segja þá lýgur Davíð ekki þannig að þessi mynd hlýtur að vera feik. Ps. þetta er kaldhæðni…bara fyrir þá sem föttuðu það ekki:)

Re: Viðurstyggðin í kjallaranum

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
klapp klapp, djöfuls snilldarsaga, byrjar eins og einhver venjuleg hrollsaga svo baar einhver perragangur á hrafnistu LOL

Re: NÖRD

í Skóli fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er soldið þreytt, krakkar/unglingar komast venjulega yfir svona “nördafóbíu” þegar þeir þroskast og læra að virða fólk fyrir karakterinn en ekki útlitið. Mér finnst eins og nördar séu alltaf að reyna að réttlæta fyrir sér að þeir séu nördar eins og að segja “ég verð alþingismaður þegar ég verð stór og þá ætla ég að banna fallegt fólk”. Nördar eru ekkert betri en fallega fólkið, það eru bara allir jafnir og í Guðanna bænum hættið að velta ykkur upp úr svona nema þið séuð ennþá á þeim...

Re: Skrýtin Tilfinning

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér finnst það ekki heldur í lagi, en pælingin var sú að segjum sem svo að kærastan hans joza komi og segi “sorry, ég hrundi í það og svaf hjá strák, ég sé geðveikt eftir því hvað get ég gert til að bæta það” eða þá að hún komi ti hans og segi “hæ ég er að dúttla mér með strák…eh þú ert annars ennþá kærastinn minn, þetta er bara dútl, þú ert ekkert á móti því er það jozi minn”. Skilurðu núna hvað ég er að fara?

Re: Skrýtin Tilfinning

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ekki svara e-mailum frá henni næstu vikuna (mér er fúlasta alvara, hún verður að vita að það er annaðhvort þú eða einhver ástrali. Farðu bara að virða fyrir þér útsýnið hérna heima ath. gellurnar og solleis, ef kærastan þín er farin að dúttla með öðrum gæja þá er ekki hægt að taka hana alvarlega. Í alvöru, það væri kannski hægt að fyrirgefa henni fyrir að sofa óvart pissfull hjá einhverjum gæja en ef hún er að “dúttla” þá er hún að kynnast honum og þess háttar sem engin heiðarleg kærasta...

Re: Bíómyndin eyðileggur söguna

í Tolkien fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég las bara “The Hobbit” í skóla (ábyggilega í fyrsta sinn sem ég nennti að lesa heima fyrir skólann :) Mér fannst það bara vera mjög góður grunnur áður en ég sá myndirnar og átti ekki í neinum vandræðum með að skilja þær.

Re: Stjórnmál hinna betur settu

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
arnig Ég veit ekki hvort er betra, flokkur sem hefur enga stefnu (að þínu mati), eða flokkur sem vísvítandi sér til þess að þeir ríku verði ríkari en hinir fátæku verði fátækari.

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
idf, ég verð að segja að Þú átt bágt ef þú gerir þér ekki grein fyrir því að ísraelar eru löngu komnir yfir það svið að vera að handtaka Hamasliða. Sama hversu vitlausir ísraelsku hermennirnir eru, þeir gætu aldrei drepið svona mikið af saklausum óvopnuðum borgurum og raun ber vitni nema vegna þess að einhver háttsettur hefur greinilega gefið grænt ljós á fjöldamorðin(fyndið hvað engum ísraelskum hermanni er refsað fyrir að drepa reifabarn). Ég er ekki að segja að hryðjuverk eigi rétt á sér....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok