Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Anarcy
Anarcy Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
98 stig

Re: Olíumengunn og ofbeldisfullir friðarsinnar.

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Auðvitað eru ekkert allir friðarsinnar heilir á geði, en eru menn eitthvað heilari á geði sem vilja stríð og þar með dauða saklausra?

Re: Opið bréf Michael Moore

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Skemmtilegir punktar þrátt fyrir fimmta liðinn, en það er samt skemmtilegt að hugsa út í af hverju fólk skráir sig í herinn. Langflestir sjálfboðaliðar skrá sig í herinn vegna þess að herinn býður upp á gott nám, enda kom það í ljós að fullt af bandarískum hermönnum voru hálf grenjandi þegar þeir komu til Kuwait (mikið af 18 ára krökkum). Námið var fljótt að breytast í hrylling.

Re: Nei - ekki olíustríð

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
jonr Nákvæmlega, það eru ekki eins miklar trúaröfgar í Írak þannig að það er það fyrsta sem segir okkur að Osama og Saddam vinni ekki saman. Og af hverju beita bandaríkjamenn neitunarvaldi gegn fordæmingu á stríðsglæpi ísraela. Getur einhver bandaríkjasleikja svarað fyrir það?

Re: Olíustríð í Íslands nafni ! ? ! ? !

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
geiri85 Þú ert ekki alveg að ná þessu. Af hverju ætti stóru olíufélögunum og vopnaframleiðendunum ekki að vera sama þó að ríkið borgi stríðið, þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þú virðist gleyma því að Bandaríkin eru land hinna auðugu sem svífast einskis til að græða meiri peninga (ekki eina þjóðin reyndar).

Re: Í eitt skipti fyrir öll, ekki stríð vegna olíu

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
idf Það er eðlilegt að fara í stríð til að verja sig, en hvaða trúlegu rök hafa verið lögð fram þess eðlis að Írak sé hættulegt gagnvart Bandaríkjunum. Írak getur verið hættulegt nágrannaþjóðum sínum en þau voru ekki spennt fyrir stríði. Þetta “Írak er hættulegt” stríð er bara “propaganda” vegna olíunnar. En segðu mér eitt, hafa stríð einhverntímann gert eitthvað gott svona í heildina litið? NEI, nema kannski aðeins hraðari þróun í tækni. Skoðaðu fyrri, seinni heimstyrjöldina og svo...

Re: Olíustríð í Íslands nafni ! ? ! ? !

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
geiri85 Stríðið á nú bara að kosta 500 milljarða dollara samkv. bandarískum embættismönnum. Það voru virtir hagfræðingar sem fundu 1000 milljarðana upp (jafnvel meira) vegna þess að Bush & Co “gleymdu” líklega að taka uppbygginguna með í reikningin, þarf varla að benda á það að uppbygging í Kabúl gengur eitthvað hægt. En hver er málstaður Bandaríkjanna, stundum segja þeir að hann sé sá að frelsa írösku þjóðina undann manni sem drepur sína eigin þjóð (fyndið að það er fyrst núna sem það er...

Re: Í eitt skipti fyrir öll, ekki stríð vegna olíu

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
idf Hvernig veistu nema þú hafir rangt fyrir þér, meirihluti alls mannkyns er á móti þessu, segir það þér ekkert. Og ef þú hefur eitthvað vit í kollinum þá myndirðu vita það að þessar stríðsaðgerðir eru ólöglegar. Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptabannið á og það er þeirra að ákveða hvort og hvenær eigi að ráðast inn í Írak. En eins og ég segi þá ertu búinn að gera lítið úr þér með því að kalla meirihluta fólks heimskan múg og ættir að fara að hugsa út í það hvort að þú sért bara ekki hluti...

Re: Olíustríð í Íslands nafni ! ? ! ? !

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
idf Hvenær ætlar þú að skilja það að bandaríkjamenn ráða ekki öllu, það er Sameinuðu þjóðanna að ákveða hvort það verði stríð eða ekki. Það væri fínt ef þú kæmir með rökstutt svar sem segði okkur öllum hvers vegna bandaríkjamenn ættu að hafa vald til að ákveða svona lagað án stuðnings þeirra sem ættu að ráða samkvæmt ALÞJÓÐALÖGUM. Eru bandaríkjamenn hafnir yfir lögin?

Re: Olíustríð í Íslands nafni ! ? ! ? !

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
api Bandaríkjamenn eru akkúrat núna að tryggja sér suðurhlutann í Írak þar sem flestar olíulindirnar eru. Merkilegt hvað það skiptir miklu máli, þetta sannar mál stríðsandstæðinga, stríðið er vegna olíunnar.

Re: Jay Leno þann 20/03 (og HEIMSKIR Kanar)

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
geiri2 Það var samt snilld hvað Jay Leno var ekkert hrifinn af því að sniðganga franskar vörur…gott ef maður sá ekki smá pólitík í Leno.

Re: Í eitt skipti fyrir öll, ekki stríð vegna olíu

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
idf Ansi sterkt tekið til orða, getur ekki alveg eins verið að þeir sem styðji stríðið séu hinn “heimski múgur”. Þessi staðhæfing hjá þér gerir ekkert nema lítið úr þér og er ekki til að fá fólk til að taka mark á þér. En þér finnst greinilega 80-90% þjóðarinnar bar heimskur múgur.

Re: Hvers vegna farið er inn í Írak núna.

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér finnst fleiri rök gegn stríði en með því, nenni ekki að fara að telja þau upp, búið að telja upp nóg af rökum gegn því hvort sem er í fullt af greinum sem borist hafa á Huga. En eftir standa rökin með stríði sem USA er búið að dreifa og hef ég ekki séð nein önnur rök en þau sem sprottinn eru undan Bush.

Re: Jay Leno þann 20/03 (og HEIMSKIR Kanar)

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er eitt sem gleymist alltaf! Bandaríkjamenn eru mikið fyrir það að líta til fortíðar ef það kemur sér vel fyrir þá, en eru þeir þá ekki að skjóta sig í fótinn, þeir eru eina þjóðin sem notað hafa kjarnorkuvopn gegn annarri þjóð og svo notuðu þeir mikið magn af efnavopnum í víetnamstríðinu. Þannig að það eru léleg rök að nota “við frelsuðum frakka” og þeir skulda okkur. Þá ættu þeir líka að geta litið í eigin barm og segja “ það kemur okkur ekki við þótt aðrir eigi efnavopn eða...

Re: Í eitt skipti fyrir öll, ekki stríð vegna olíu

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
idf Finnst þer samt ekki hálf asnalegt að Ríkisstjórnin styður aðgerðir sem 80-90% íslendinga er á móti! Er það lýðræðislegt, eftir þetta held ég að rétt sé að skíra Sjálfstæðisflokkinn Ósjálfstæðisflokkinn!

Re: Í eitt skipti fyrir öll, ekki stríð vegna olíu

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Suðvitað eru bandaríkjamenn ekkert að fara í hagsmunastríð. Þeir eru að fara þangað til að bjarga öllu góða saklausa fólkinu frá vonda kallinum Saddam. GET REAL!!! “Stefnumyndun Bandaríkjastjórnar er opinber og gegnsæ”. HAHAHAHHA Bush hefur þá greinilega hringt í þig og sagt þér allan sannleikann af því að ég hef ekki séð neitt nema það sem ég hef lesið í blöðunum. Þessi stefna sem bandaríkjamenn setja fram er bara kjaftæði.

Re: Ungir framsóknarmenn segja pass!

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Reyndar voru heilmikil læti þegar NATO fór inn í Kosovo, en það voru bara ekkert eins mikil læti og núna.

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja Wise, við erum greinilega ósammála og gengur hvorugum að sannfæra hinn um hvað sé rétt eða rangt, eitt erum við þó sammála um og það er það að SAddam er stríðsglæpamaður sem á að refsa (hvenig sem það gerist). En það þýðir víst ekki að rífast um það núna hvort eigi að fara í stríð eður ei þar eð það er byrjað. Langar samt að benda á að þar sem fylgnin hjá almenning er hvað mest (sá það í fréttum ruv í nótt) gangvart málstað bandaríkjamanna er í Póllandi en nær aðeins 50%, en er verri...

Re: Er rómantík til??

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Freysi Óþarfi að alhæfa, það er fullt af góðum strákum og stelpum á djamminu.

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Við þetta má svo bæta að Hans Blix virðist ekki vera ánægður með gang mála og virðist ekki trúa því að gereyðingarvopn séu í Írak (líklega ekki að meina efnavopn). Var að lesa það á mbl.is Þetta sagði hann víst: “Ég er að sjálfsögðu hryggur yfir því að starf sem unnið var í Írak í þrjá og hálfan mánuð skuli ekki hafa skilað nægilegum árangri til að staðfesta að engin gereyðingarvopn sé í Írak… og yfir því að ekki skuli gefast meiri tími fyrir eftirlit okkar og hernaðaraðgerðir virðist nú...

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ok 40 milljarðar, en hvað um restina? Olían er ábyggilega margfalt verðmætari en þetta. “Með áætluninni hyggjast stjórnvöld í Washington og London létta eigin byrðar vegna uppbyggingar og umönnunar milljóna Íraka sem stríðið mun koma við kauninn á með einum hætti eða öðrum.” Þetta er það sem ég var að reyna að segja, það er eins og írakar hafi ekki átt rétt á því að fá þennan pening hvort sem er og USA og GB séu bara svo góðir að gefa þeim smá af sínum eigin peningum til að létta á sjálfum...

Re: Hefndin er sæt

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Snilld LOL, væri til í að hrekkja einhvern svona :)

Re: Er rómantík til??

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Við erum nokkur eintök eftir af góðu strákarnir, það er bara smá mál að leita :) En það er eins með stelpur, þær eru alveg jafn duglegar að draga okkur góðu strákana á asnaeyrunum. Gangi þér vel að finna draumaprinsinn :)

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Djöfuls vitleysa hjá USA og GB, “við ætlum að nota peninginn af olíunni til að byggja upp landið”. Semsagt bretar og bandaríkjamenn fá pening (eða olíurisarnir) og það sem írakar fá af gróðanum fer beint í uppbyggingu á því sem var eyðilagt af bandaríkjamönnum, góður díll það. Ég væri sáttur ef írakar fengju allann gróðann nema smá sem færi til að borga smá í stríðskostnaðinn. Þú verður að viðurkenna að þetta er kaldhæðnisleg tilraun til þess að þykjast vera góðir kallar.

Re: Hver er maðurinn?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það myndi enginn með réttu viti segja að Saddam væri góður, en aðferðir bandaríkjamanna stangast á við alþjóðalög sem þeir tóku sjálfir þátt í að semja. Og bara svona til að benda þér á það þá klúðruðu írakar ekki fyrir sér núna varðandi vopnaeftirlitið, það voru bandaríkjamenn sem sáu til þess með því að segja öllum að fara frá Írak. Og eitt enn Ef að allir sem eru á móti stríði eru hippar þá eru ca. 60% af mannkyninu hippar. Skemmtileg pæling það.

Re: Fóstureyðingar -I

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
swandys8, eg er ekki vanur að vera með skítkast en þú hefðir átt að sjá ðafyrra svar mitt var kaldhæðni. En skítkasti fylfir skítkast. En við skulum reyna að lifa í friði :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok