Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Anarcy
Anarcy Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
98 stig

Re: Modulus galdurinn

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Vááááá marr, to complicated for me, best að fara bara að borða kókó pöffsið mitt :)

Re: Komúnistmi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
kjarri1 Merkilegt, ég var akkúrat að skoða bréfið frá Borgó og það er 19600 og eikkað ef ég man rétt.

Re: Komúnistmi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hann er í Borgó, sem á ekkert að vera dýrari en aðrir skólar. Svo virðistu taka bókakostnað með í reikninginn. Ég myndi ennþá teljast sem ungmenni, ég væri til í að fara í dagskóla, en hef ekki efni á því sökum þess að ég þarf að borga reikninga. Venjulega þegar fólk fer í kvöldskóla er það vegna þess að það hefur ekki efni á að hætta að vinna, og þess vegna ætti námið ekki að vera svo dýrt. Fyrst þegar ég byrjaði í skóla kostaði það skitinn 6.000.-, Þú verður að viðurkenna að skólagjöld...

Re: Trúar jafnrétti!!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
kjarri1 Ég er alveg sammála þér, ég þoli ekki samvinnu ríkissins og kirkjunnar.

Re: Komúnistmi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
kjarri1 Nú kostar bara 10.000.- í dagskóla, af hverju var bróðir minn að fá reikning upp á 20.000.- fyrir næstu önn….hann er í dagskóla. Ég held að meðalverðið í flesta skóla sé nú um 15.000.-. Af hverju borga stjórnvöld ekki líka svona mikið með kvöldskóla, hafa þeir sem hafa ekki efni á dagskóla ekki alveg jafn mikil réttindi og aðrir. Gott ef þeir sem voru í fjarnámi þurftu að borga 20.000.- fyrir námið, innifalið í því var víst rafmagn og hiti….fyrir fjarnám.

Re: Guð er lífið sjálft

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Cyberidiot Þú hefur tekið mið af svörum annara með því að svara svörunum. Það er kjaftæði, þú lest svör annarra með ritskoðun í huga, það leynir sér ekki. Ég ætlaði ekki að vera dónalegur við þig á áðan, verð bara pirraður ef einhver sakar mig um rasisma (þú varst kannski ekki að því en það hljómaði þannig). En ég held að við verðum að vera sammála um að vera ósammála í þessum efnum.

Re: Réttlætanlegt.

í Kettir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Kettir ráðast á dýr vegna þess að það er í eðlinu. Menn eiga að vita betur, svo eru alltaf til þroskaheftir einstaklingar sem kuna ekki að gera greinarmun á réttu og röngu.

Re: Guð er lífið sjálft

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
CyberIDIOT Svar þitt sýnir hversu brenglaður maður/kona þú ert. Þú neitar að hlusta á aðra og þegar ég gagnrýni biblíuna ferð þú að segja að ég gagnrýni annað fólk eftir uppruna. Ég myndi segja að ég væri víðsýnni en þú, ég fullyrði ekki að biblían sé fölsuð, það er mín skoðun, þú ert hins vegar búinn að sýna hroka í svörum þínum og sanna fyrir hugurum að þú sért hrokafullur trúarofstækismaður. Ég get víst sagt að Biblían sé skáldsaga byggð á sögum sem bárust manna á milli í 300 ÁR, það...

Re: Guð er lífið sjálft

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Er þá hægt að dæma bækur eins og biblíuna sem sönn sagnfræðirit? Þetta svar þitt var skot í fótinn.

Re: Guð er lífið sjálft

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Cyberidiot Ef þú vissir það ekki þá er biblían bara frægasta skáldsaga í heimi.

Re: Komúnistmi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
kjarri1 Fyrirgefðu en ertu búin að athuga nýju skólagjöldin, ég fór í kvöldskóla á seinustu önn og þurfti að borga 25.000.- fyrir 3 fög, svo bættust bækur við þannig að heildarkostnaður var 40.000.-. hvaða 10.000.- ertu að tala um?

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
laddi Semsagt þú vilt fá einkaaðila í rekstur heilbrigiðkerfisins, og hvað á að gera til að “hagræða”….kannski loka aðeins fleiri deildum? Henda heilabiluðum sjúklingum út á götuna. Það er vert að hugsa aðeins um þetta, endilega, einkavæðið spítalana, en ekki fyrr en ég er dauður og þarf ekki á sjúkraþjónustu að halda…..vill helst vera inn á stofu en ekki frammi á gangi vegna lokaðra deilda.

Re: Veiðileyfi á ketti

í Kettir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Fodgett Ef þú vissir eitthvað um ketti vissirðu að fæstir heimiliskettir gætu lifað lífinu í bandi eða innandyra allan sólarhringinn. Ég hef átt tvo ketti og voru þeir aldrei til vandræða, og á þeim 12 árum sem ég átti annan köttinn fann ég aldrei úrgang eftir hann í garðinum mínum og ekki var kvartað yfir þessum ketti. Hins vegar kom einu sinni nágranni minn og sýndi mér stykki sem átti að hafa verið eftir köttinn minn í garðinum sínum. Hann hlýtur að hafa skammast sín fyrir að vera svo...

Re: Sorp leikurinn

í Sorp fyrir 21 árum, 4 mánuðum
hún réð yfir ógrynni manna í svörtum fötum sem keyrðu um í svörtum bílum og eltu….

Re: Get ekki sleppt honum...!!

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ok, þú ert búin að vera með honum í 4 mánuði sem er lengsta sambandið hans. Hann er 27 ára, og 4 mánuðir er það lengsta sem hann hefur afrekað. Gæti verið að hann hafi komið eins fram við sínar fyrrverandi, það kæmi mér ekki á óvart. Allavega, losaðu þig við hann, hann er greinilega lítið þroskaður. Ekki nema þú sért ofurviðkvæm, ég get ekki dæmt um það, þekki hvorugt ykkar :)

Re: Hvað er menning og hver borgar fyrir hana?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér finnst sjálfsagt að styrkja menninguna. Íþróttafélög fá allskonar styrki. Bara mín skoðun. Sammála þeim sem sagði að það yrði allt morandi í FM plebbum ef menningin yrði ekki styrkt. “But once again” mín skoðun :)

Re: æi kaldhæðni..

í Tilveran fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Lol, ég er ekki að gera grín að hjartasjúklingum en þetta er alveg mín tegund af húmor ROFL :D<br><br>Kv. Kjanakallinn

Re: Réttlæting reykingamannsins

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Frjals og fleiri: Ég er ekki á móti reykingafólki bara til að hafa það á hreinu, ég er oft úti í kaffihléum með reykingafólki og tek sjálfur í vörina. Mér finnst sjálfsagt að reykingafólk sýni þá virðingu þegar það reykir að vera ekki utan í öðru fólki sem ekki reykir (ekki nema reyklausa fólkið sé á reyksvæði). Þetta kalla ég bara almenna kurteisi, og ég held að flestir séu sammála mér með það. Reykingar eru skaðlegar bæði beint og óbeint og eiga aðrir ekki að bera skaða af reykingum...

Re: Nauðgun

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Pipppi Ég er sammála þér með það að fangelsi hafa gert lítið gagn. En samt sem áður eru dómarnir fáránlega litlir og ekki hefur mikið reynt á fælingarmáttinn nema gagnvart nauðgurum(hlægilegir dómar sem fæla ekkert) en skattsvik…vei þeim er stingur undan hundraðkalli. En annaðhvort á að stinga mönnum inn í langan tíma og láta þá afskiptalausa eða reyna að lækna þá og sleppa þeim ekki fyrr en þeir eru taldir öruggir. Og ekki er verið að reyna að bæta menn nú í dag. Núna er það bara fangelsi í...

Re: Hrottaleg nauðgun í Hafnarfirði.

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það sorglegasta er að ef hann hefði stungið eins og þúsundkalli undan skatti um leið og hann nauðgaði henni myndi hann sitja inni til dauðadags. Málið er bara að við búum í kapitalísku ríki (margt gott við það, er ekki að kenna því um allt slæmt), og hér er það money money sem skiptir öllu máli. Skítt með sálartetur fólksins svo lengi sem þú ruglir ekki með peninga.

Re: Hrikaleg þróun

í Tilveran fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ertu að tala við mig? Nei! Hvern þá?<br><br>Kv. Kjanakallinn

Re: Enn og aftur um aldursmun para

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég held að aldusrmunur skipti ekki máli nema þegar yngri aðilinn er kannski 13 og sá eldri yfir tvítugt. Annars þekki ég strák sem var 20 ára með 36 ára konu og það gekk vel seinast þegar ég vissi…..hef ekkert heyrt í honum seinustu 3 árin eða svo. En það sýbir að allt getur gerst :)

Re: Réttlæting reykingamannsins

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ibwolf Alveg rétt hjá þér, ég vil ekki láta blása á mig sígarettureyk. Kaldhæðni að snusið var bannað en ekki sígaretturnar. Snusið skaðar þó bara notandann!

Re: Mótmæli

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
idf Ok, fattaði eftirá að þetta var líklega ekki ætlað mér. Fannst líka ótrúlegt að þú myndir rífa kjaft við mig, höfum allt of oft rökrætt á Huga til þess :)

Re: Mótmæli

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
RedFox Ég er enginn sérstakur friðarsinni né þeir sem ég þekki. Þessar alhæfingar þínar eru sorglegar og gera ekkert nema lítið úr þér, ekki er ég að alhæfa um þig og þínar skoðanir. Hefur þú aldrei orðið sammála um að vera ósammála. Endilga prófaðu það án þess að vera með hroka. Allir sem hafa einhvern þroska vita að það er ekki allt annaðhvort svart eða hvítt, ef þú gerir þér ekki grein fyrir því skaltu biðja um teletubbies áhugamál á Huga og skrifa þar greinar með litlu börnunum. En hvað...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok