Pælum aðeins meira í þessu. Ef teiknaða myndin og tölvumyndin eru bornar saman þá sést greinilega að myndin er ekki tekin í gegn heldur teiknuð eftir, rétt eins og fólk teiknar eftir módelum eða öðru sem það sér í umhverfinu. Það sést t.d. á sveigjunni í hálsinum og öxlum sem er ekki alveg sú sama og sem gerir það að verkum að hendurnar eru líka á mismunandi stöðum. Svo má einnig sjá að höfðin eru ekki alveg eins og mismunandi halli í gangi þar. Svo er líka afbragðs skygging á teikningunni...