Ég er að vinna á leikskóla, og eftir tvær vikur er mér orðið ljóst að heitustu HP aðdáendurnir eru börn á aldrinum 4-6 ára. Í alvöru, það er ekki talað um annað þarna. Í föndri eru búin til ör úr pappír sem eru límd á með límbandi, teiknaðar HP myndir, og klipptar út uglur og gleraugu. Í leik er flogið um á kústum, og galdrað með prikum, eða ef þau eru með furðuföt, klæðst upp sem HP kall. Úti er flúið undan kóngulóm, spilað Quidditch, eða bara leikið sér sem Harry Potter. Þau segjast öll...