Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Classic leikir fyrir gamlan iMac?? (4 álit)

í Apple fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég er hérna með gamlan iMac annars vegar, og tveggja ára gamlan son minn hins vegar. Þeir eru hinir bestu mátar og strákurinn getur sjálfur kveikt á tölvunni og valið sér leik til að spila og notið sín. En því miður eru ekki ýkja margir leikir inni á vélinni og allir eru þeir á ensku. Hann getur reyndar spilað Nanosour leikinn að vissu marki en fingurnir eru of litlir fyrir övatakkana hehe. Ég var að spá hvort einhver lumaði á eitthverjum svona íslenskum þroskaleik eins og t.d....

Leikur svipaður Eve Online á Mac, Linux og Windows!!! (0 álit)

í Apple fyrir 18 árum, 6 mánuðum
http://www.vendetta-online.com/h/welcome.html Fyrir fólk (eins og mig) sem hefur verið slefandi yfir Eve-Online, en týmir ekki að kaupa sér Windows vél til þess eins að keyra hann þá er þetta lausnin! Hann er enn á frumstigi, en er algerlega spilanlegur og fólk getur skráð sig og spilað frítt í takmarkaðan tíma. Svo eru það 10 dollarar á mánuði (nærri helmingur EVE gjaldsins). Hvað System Requirements varðar þá er ég að keyra hann á eins og hálfs árs PowerBook G4 fartölvu - 1,5 GHz, 1,25 GB...

Megabeip (kvk megaman) (7 álit)

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Fór að velta fyrir mér hvernig Megaman myndi líta út ef hann væri af hinu kyninu og þetta er útkoman. -Tók 4 klst. og ég notaðist að hluta við aðra mynd af upprunalega Megaman.

Varðandi rakaskemmdir á farsímum. (53 álit)

í Farsímar fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Er búinn að taka eftir því að rakaskemmdir eru heitt málefni hérna á farsímaáhugamálinu. Án þess að vera að verja afsakanir símafyrirtækjanna, þá er hæglega hægt að rakaskemma farsíma og önnur raftæki með því að einfaldlega kæla þá. Skilja þá eftir úti í bíl, hafa þá nærri opnum glugga, vera með þá í ytri vasa þegar maður gengur úti o.s.frv. Flestir ættu að kannast við það að þegar síminn hefur kólnað af eitthverjum orsökum þá verður skjárinn svona “sljór”, maður kallar fram valmynd og í...

Escape Velocity leikjaserían (17 álit)

í Apple fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Flestir ættu að kannast við eitthvern leikjanna þriggja úr Escape Velocity seríunni, en sá fyrsti, “Escape Velocity”, kom út árið 1996 og var eingöngu fyrir Mac OS. Leikurinn (eins og hinir tveir sem seinna áttu eftir að koma út) er spilaður af einum leikmanni og gerist í geimnum í framtíðinni. Maður byrjar úti í geimnum staddur í lítilli geimskutlu sem hefur eina geislabyssu (sem er það léleg að það er næstum fljótlegra að reyna að stara óvininn til bana) og 20 tonna geymslurými. Frá þessu...

Besta leiðin til að fá ókeypis MIDI tóna: (4 álit)

í Farsímar fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þetta er besta leiðin sem ég hef fundið til þess að krækja mér í fría MIDI tóna á gemsann minn. En til þess að geta notað þessa leið þurfa bæði tölvan sem þú ætlar að nota og farsíminn að hafa annaðhvort infrared eða bluetooth. Það er líka hægt að kaupa snúru sem liggur úr tölvunni í símann og virkar þá svipað. -Snúran, infrared kubburinn og bluetooth kubburinn kosta oftast í kring um 5000 kr. stykkið. Mér finnst það margborga sig þegar maður hugsar það þannig að þegar maður er búinn að...

Grunnlist (12 álit)

í Myndlist fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Veraldlegar þarfir geta hæglega brotist inn í huga manns og grynnkað á listlegri sköpun eins og sjá má á þessari mynd. :P

Byggingarlist: Seagram byggingin í New York (9 álit)

í Myndlist fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Seagram byggingin Þetta hófst allt saman þeagar Seagram samsteypan ákvað á fundi að láta byggja skýjakljúf fyrir fyrirtækið. Forseti fyrirtækisins, Bronfman, fékk það verkefni í hendur að finna rétta arkítektinn til að hanna bygginguna. Seagram samsteypan vildi, að sjálfsögðu, að hin nýja bygging hennar yrði glæsileg, nýtískuleg og jafnvel framandi í hönnun, svo hún næði örugglega athygli fólks og væri þar með ein risastór og áhrifarík auglýsing. Bronfman leitaði ráða hjá dóttur sinni, sem...

Gamlir amerískir kaggar... (11 álit)

í Bílar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nú er svo komið fyrir mér að ég var að tala við mann sem að var að gera við bílinn minn og hann færði mér þær slæmu fréttir að grindin væri orðin svo skemmd af ryði að ekki borgaði sig að gera við hann. Bíllinn á ca. 6 mánuði eftir ólifaða. Ég vil ekki sjá neitt nýrra en '86 og helst vil ég amerískt. Svona til þess að gefa hugmynd um hvernig bíl ég er að leyta að þá er ég mjög hrifinn af þessum. Það sem ég er að spá er hvort einhver mæli með skemmtilegum bílum í þessum dúr annars vegar og...

Ljósmyndauppskeran mín fyrir '04 (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Eftir að hafa fengið skanna í jólagjöf tók ég mig til og henti upp nokkrum myndum sem ég tók í fyrra, endilega segið mér hvað ykkur finnst! :) Ýmsar myndir Stúdíómyndir

Smá tölvuföndur (2 álit)

í Myndlist fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Teiknaði þennan hermann hérna. Gerði nokkrar útgáfur af honum og var að spá í hver þeirra væri best: Venjulegur - Krómaður - Heitur - Illur -Öll álit velkomin! :)

Farsímaferilskráin mín: (6 álit)

í Farsímar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Datt í hug að rita niður bráðum sex ára farsímaferilskránna mína svona til gagns og gamans: 1) Motorola d520: Mynd. Uppáhalds síminn minn. Hinir einföldu tímar þegar símar voru bara símar. Eina aukadótið sem gaman var að var útdraganlegt loftnet sem að hægt var að nota til að gefa selbit með. Hann bilaði aldrei, tjah fyrir utan dauðdagan, þeas. Dauðdagi: Vinur minn missti hann ofan í fullt glas af bjór. :( 2) Nokia 3210: Mynd. Úff!! Þessi sími var nú meiri hausverkurinn, en Snake var...

Náætan (3 álit)

í Myndlist fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Jæja… Tilraun 2: Þetta er Náætan. Hún er búinn að vera lengi í þróun, en upprunalegu hugmyndina átti Aggi félagi minn (held hann kalli sig ThomYorke hér á huga). Fyrst var Náætan bara kúla með augu og tennur, svífandi um, en þetta er fyrsta myndin af henni með útlimi. -Teiknuð 2002.

Höfnun (5 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum
Þessi er gerð eftir málverki Michelangelos “Sköpun Adams” sem að er í loftinu á Sixtínsku kapellunni. Á minni útgáfu hefur Adam hafnað guði fyrir veraldlegan munað… svipað og er í raun mikið að gerast í dag. Adam reykir sígarettu og hefur snúið sér undan guði, sem er niðurlútur og ekkert himinlifandi yfir þessu. -Teiknað með tölvupennanum góða. -Nei, ég er ekki trúaður…

Slys (2 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum
Ég var að fá svona tölvupenna sem gerir mér kleift að teikna beint inn á tölvuna. Það tekur smá tíma að venjast þessum kvikindum, en þetta er frumraunin… Myndefnið er sprottið upp af biksvörtum húmor sem ég sé því miður enga leið að útskýra.

Langt um Francis Bacon... (5 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum
Francis Bacon var fæddur í Dublin á Írlandi þann 28. Oktober 1909. Foreldrar hans voru enskir. Eftir ósætti við föður sinn fór Bacon að heiman árið 1925, þá aðeins sextán ára að aldri. Hann flakkaði um London, Berlín og loks París, þar sem hann rakst á sýningu með verkum Picassos og ákvað að reyna fyrir sér í listaheiminum. Í París hitti hann listunanda að nafni Paul Rosenberg, sem að hvatti hann ákaft áfram í listamannslífinu. Bacon sneri aftur til London og reyndi fyrir sér í...

Mouseover script? (8 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Ég er búinn að vera að föndra við þessa síðu núna nýlega. Vandamálið snýst um að ég fæ ekki mouseover til að virka. Hlekkirnir neðst til hægri eiga að higlightast þegar músin er sett yfir þá, en kóðinn virkar ekki… Er eitthver snillingur hérna sem að væri til í að líta á þetta fyrir mig og benda mér á villuna? -Ég veit að þessi síða er egótripp og ég veit að ég þarf að draga úr stærðum myndanna fyrir módemnotendur. :P

Náætan (0 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum
Þetta er Náætan. Hún er búinn að vera lengi í þróun, en upprunalegu hugmyndina átti Aggi félagi minn (held hann kalli sig ThomYorke hér á huga). Fyrst var Náætan bara kúla með augu og tennur, svífandi um, en þetta er fyrsta myndin af henni með útlimi. -Teiknuð 2002.

Herra Lárus (3 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum
Þetta er hann herra Lárus. Gamall karl sem er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er karakter í smásögu sem ég skrifaði fyrir ca. ári.

Leggur þú megináherslu á myndlist? (0 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum, 1 mánuði

Freak (4 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þessi mynd var og er upphafið á teiknistílnum sem ég hef tileinkað mér. Frekar óhuggulegar og oft særðar verur teiknaðar frekar gróft, en samt legg ég mikin tíma í þær. Ég reyni að láta sem mest vera í gangi á myndfletinum til þess að festa augað og hindra fólk í að bara rétt líta á myndina án þess að pæla neitt í henni. Ég var eitthvað pirraður þegar ég teiknaði þessa og fann góða útrásaraðferð í myndefninu. :)

Könnunin (4 álit)

í Final Fantasy fyrir 20 árum, 1 mánuði
Spurt er um versta Final Fantasy leikinn og það vantar þann versta í valmöguleikana: Final Fantasy: Crystal Chronicles. Ég er svo ósáttur við að þessi leikur beri Final Fantasy nafnið að ég gæti grátið…

Bluetooth snilld!! (0 álit)

í Apple fyrir 20 árum, 1 mánuði
Flestir vita af þessu nú þegar, en svona til öryggis þá datt mér í hug að senda þetta inn. Ég á Sony Ericsson T610 síma með Bluetooth búnaði og PowerBook 15" SuperDrive einnig með innbyggðu Bluetooth. Ég var svona að gramsa eftir ýmsum möguleikum sem að þessi tvö apparöt byðu upp á, en ég nota stundum síman sem módem með bluetooth þegar við fartölvan erum fjarri góðu gamni. Á gramsinu fann ég þetta snilldar forrit sem kallast Romeo. Eftir að hafa sett þetta forrit inn, kveiki ég á Bluetooth...

Mac-HTML editor- Íslenskir stafir? (6 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég á hérna í frekar súru veseni með að vinna vefsíður á makkanum mínum. Þannig stendur á að ekkert af forritunum sem ég hef prófað leyfir mér að nota íslenska stafi. Ég hef verið að nota forrit sem að heitir Web Design núna undanfarið, en það leyfir mér ekki að gera kommustafi (áéíóúý), og þegar ég ýti á “þ” eða “ð”, þá kemur kóðinn fyrir það (;aeth eitthvað) og gerir mér erfitt fyrir að lesa yfir það sem ég hef skrifað. Hingað til hef ég leyst vandann með því að skrifa og kóða allt í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok