Eins og ég hef alltaf séð þessa seríu þá er “scarefactorinn” allaf nýr, þó að kvikindið sé alltaf miðjan á því. Í fyrstu myndinni er það skrímslið sjálft. Þar er það mjög dularfullt, heldur sig í skuggunum og sést ekki almennilega fyrr en síðastí myndinni nema sem hellingur af kjafti og klóm. Í annari myndinni er HELLINGUR af skrímslum sem hakka harða hermenn í sig og eitt risastórt skrímsli í endann. Í þriðju myndinni er það aðallega hjálparleysið sem þjakar alla þegar kvikindið fer á stjá....