Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér. Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum. Ekkert liggur á. Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember, Ég er ennþá hér. Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á, Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein. Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér...