Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Aesir
Aesir Notandi frá fornöld 58 ára karlmaður
440 stig
Áhugamál: Vélbúnaður, Flug, Jeppar
Chevrolet Corvette

Re: Dolphin

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já einmitt. Isaac Newton´s3ja lögmál hreyfingar segir að fyrir hverja verkun sé jafn mikil og þveröfug gagnverkun (For every action, there is an equal and opposite reaction). Þar sem að mótorar þyrlunnar eru skrúfaðir fastir í skrokkin og færa aflið í aðalþyril um gírbox og drifsköft þá er jafn mikil orka að reyna að hreyfa skrokkinn í öfuga átt við aðalþyril og stélþyrill kemur í veg fyrir það. Aftur á móti er til margar aðstæður þar sem hæglega er hægt að halda flugi áfram eða lenda...

Re: Vængi eða hvað þetta nú heitr

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta heitir “winglets” sjá meira hér: http://www.b737.org.uk/winglets.htm Á B-737 má reikna með um 6% eldsneytissparnaði með winglets. Ástæðan er að loftmótstaða minnkar.

Re: Pepsi vélinn dekkið fór

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já það er rétt tekið eftir hjá þér að vélin hallar aðeins og eins og Octavo segir þá er mjög líklega hliðarvindur sem veldur því að vélinni er lent svona. Sem er eðlileg lending ; )

Re: Dolphin

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jú einmitt, það er ekkert mál að halda áfram flugi á öðrum mótor rétt eins og tveggja mótora flugvélar. Og eins og er með tveggja hreyfla/mótora flugvélar þá geta verið vissar aðstæður þar sem er erfitt að fljúga út úr mótormissi! T.d. við hífingu úr skipi í logni með mikla þyngd. Þá er mögulegt að þyrlan fari í sjóinn, sem er reyndar ekkert stórmál þar sem að þá eru leyst út s.v.k. neyðarflotholt sem er skotið út með þrýstilofti (Nitrogen reyndar) og þá flýtur þyrlan bara á sjónum.

Re: Dolphin

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
hefur 1 aðalvél og aðtra sem er fyrir aftur hreiflinn Fín mynd og þakka þér fyrir upplýsingarnar. Ég vil bara aðeins leiðrétta þig í sambandi við vélarnar! Það er rétt já að þessi vél er með tvo mótora sem heita Lycoming LTS101 um 650 hp hvor. En aflið frá þeim báðum fer í eitt aðal gírbox sem síðan dreifir afli til aðalþyrils (main rotor) og stélþyrils (tail rotor, eða í þessu tilfelli “fenestron”). Þetta er samt reyndar algengur misskilningur að annar mótorinn knýi stél þyril og það gæti...

Re: Pepsi vélinn dekkið fór

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ahhh.. góður. Fannst einhvernvegin eins og tail bumper´inn væri bara skid en það eru sko tvö hjól þar líka.

Re: Pepsi vélinn dekkið fór

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef þú ert að meina reykinn sem kemur aftur undan vélinni og það hafi sprungið dekk þá þarf það ekkert að vera, alveg eðlilegt að komi smá reykur í lendingu! Stóð eitthvað í textanum með myndinni að eitthvað væri að?

Re: Pepsi vélinn dekkið fór

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
http://www.concordesst.com/gear.html

Re: Pepsi vélinn dekkið fór

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Eru ekki 10 dekk á Concorde??

Re: Getið hvað?

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já sé núna að HH-60 getur bæði verið Pavehawk eða Jayhawk! En það þekkist líklega á bókstöfunum í endingu á nafninu i.e. HH-60G og HH-60J t.d.

Re: Getið hvað?

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
UH = Utility helicopter MH = Multi task helicopter UH þyrlur eru t.d. yfirleitt ekki með hoist eða spili til hífinga á fólki, þær eru meira bara til flutninga á fólki og vörum. MH-60 er hægt að nota fyrir SAR, Medevac og combat og svo er víst líka til HH-60 Jayhawk eru meira sérhæfðar fyrir SAR. Svo er líka til S-70 sem er bara borgaraleg útfærsla UH-60, veit nú ekki hvort það eru margar svoleiðis til.

Re: Getið hvað?

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jamm sammála MH-60 Pavehawk. Er með fuel probe, svo ekki Blackhawk! Er með stélhjólið aftast, svo ekki Seahawk eða Jayhawk! Enginn vatnstankur svo ekki er þetta Firehawk! Gæti sosem verið einhver special útfærsla af Blackhawk með probe en ólíklegt þar sem US Army operatar ekki af skipum.

Re: Aðallega til Aesir

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jæja loksins komu þessar tölur. Við höfðum 26750 flettingar í des.

Re: Aðsókn á HugaFlug

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Desember 26.750 flettingar.

Re: F-16... Fighting Falcon

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
það er alveg eins reykur á hinum reyknum er svona gáfaður eða voru allir bunir að taka ettir því :P:P Haa??

Re: Flugskóli Íslands

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já er hún eins og Piper Apache, klifrar bara afþví að jörðin er hnöttótt : )

Re: Skortur á greinum.

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já strákar og stelpur endilega skrifa einhverjar sniðugar greinar, eins og þið vitið þá er ég ekkert svi pikkí, samþykki næstum allt. Og þið getið líka skrifað greinar um eitthvað umdeilt til að koma af stað umræðu, þurfið ekki einusinni að vera sjálf sammála bullinu sem þið skrifið það er nú eftir allt saman nafnleynd hérna hvort sem er ; ) Og þetta þurfa ekkert að vera einhverjar langar ritgerðir en samt svona sæmileg lengd. Látið bara vaða. Efni sem gæti verið áhugavert er t.d. Saga...

Re: um könnunina :)

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það eru til “Slys” (Accident) og “Flugatvik” (Incident) sem er tvennt ólíkt. Hér er skilgreining á þessu: Flugslys (aircraft accident). Atvik tengt starfrækslu loftfars sem verður frá því maður fer um borð í loftfarið með þeim ásetningi að fljúga með því og þar til allir eru farnir frá borði og þar sem: a) einhver lætur lífið eða hlýtur alvarleg meiðsl af völdum þess að: - vera um borð í loftfarinu, eða - vera í beinni snertingu við einhvern hluta loftfarsins, þar með talda hluti sem hafa...

Re: Aðallega til Aesir

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hér er tölur fyrir síðustu mánuði en mig vantar enn desember. http://www.hugi.is/flug/announcements.php?page=view&contentId=2592697

Re: Aðallega til Aesir

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
hehe, já ég var að athuga. Ennþá er ekki búið að birta tölurnar fyrir des. Læt vita um leið og eitthvað berst ; )

Re: skammstöfun

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já það var athyglisvert! Vissi ekki þetta um Borealis sem ef mig minnir rétt er Latína og þýðir norður eða norrænn. Er einhver sem veit hversvegna USA notar Kxxx í sínum kóða?

Re: Aldur...

í Flug fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Og það er engin hámarks aldur ef þú varst að pæla í því : ) Bara hafa gilt læknisvottorð og þá má taka prófið við áttrætt eða hvenær sem er yfir 17 ára aldri. Þú mátt þó byrja flugnám nánast hvenær sem er. Flugskólar hafa mismunandi reglur í því sambandi en það er í rauninni allt í lagi að byrja að taka tíma og tíma við t.d. 14-15 ára aldur. En ég mæli alltaf með því að byrja í sviffluginu, það er ómetanleg reynsla og grunnur undir framtíðar vélflug nám.

Re: dornier 328

í Flug fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég held þeir noti 328 í leiguflug fyrir Ístak til Narsassuaq einu sinni í viku. Veit ekki til þess að þær séu notaðar á Íslandi að öðru leiti?

Re: hjálp mðe gps tæki.

í Jeppar fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ertu með Visit 4.22 kortaforrit frá Landmælingum? Ég er með það og nota USB tengdan GPS frá öðrum framleiðanda. Ertu búinn að fara í “Search” tabinn og starta GPS með F7? Þú þarft líka að fara fyrst í ´File', ´Options´ og haka við ´Use GPS´. Síðan þarft þú að vita hvaða COM porti USB GPS´inn þinn er tengdur við! Það er COM 4 hjá mér en gæti verið annað hjá þér. Þú getur downloadað “Comportchecker” á netinu til að finna hvaða com gps hjá þér er á. COM PORT Checker....

Re: Hvernig lýst ykkur á Nikon d50

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Átti að vera ´Nikkor´ linsan en ekki Nokkor! Gleðileg jól.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok