Óstaðfest hæðarmet (þ.e. ekki viðurkennt af FAI!) var sett með AS350B2 þyrlu í Suður Afríku árið 2002. Sú vél á að hafa náð 42,500 ft MSL (12,954m). Einnig kemur fram á heimasíðu Eurocopter að B3 þyrlan hefur flogið í 10.211 metra (33.500 ft) þ. 14 April, 2005. Flugmaðurinn notaði súrefni eins og reyndar langflestir fjallgöngumenn sem ganga á fjallið gera líka.