Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Frumsýning í London

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér fannst þetta nú bara ágætis grein hjá þér og finnst að sumir hér hafi gert úlfalda úr mýflugu. Auðvitað varstu ekki að reyna að skrifa eins og þjálfaður gagnrýnandi myndi gera í blöðin, hugi er í rauninni fyrir alla aðra! Flestir á Harry Potter áhugamálinu eru líka unglingar á svipuðum aldri og leikararnir (skilst mér) og ekki hægt að heimta af þeim fullkomnun í öllu. (Og ekki hinum heldur auðvitað) Sérstaklega þar sem það eru engar reglur um það að ekki megi segja “mér finnst”. Mér...

Re: Unlikely Alliance: kafli 8 - Leyndarmál Severusar

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þetta er hreint ótrúlegt. Ótrúlega vel skrifað af áhugamanni og ótrúleg hegðun af hálfu Snapes. Ég skil ekki alveg afhverju hann var að sýna Harry þetta en vá. Vá. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég elska tilfinningaríkar sögur. Aumingja Snape, þvílík sorgarsaga. ;_;

Re: Unlikely Alliance: kafli 7 - Fyrirgefðu

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vá. Hreinn Snape. O_O; ÞAÐ er fríkí hugmynd. Með svart hárið í tagl. Ég ímynda mér Sirius stundum með svart hárið í tagl! Svakalegur seinni helmingur! ;) I like! Bíð spennt eftir meiru! Jibbí!

Re: Draugar Hogwarts

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þokkaleg grein. Margt hér sem ég vissi ekki eða var búin að gleyma. Gaman að henni. :) The Fat Friar kallast Feiti ábótinn á íslensku. Því var ég hin svegar ekki búin að gleyma. Það er búið að segja að Peeves sé ærsladraugur og að þess vegna líta hinir draugarnir ekki á hann sem alvöru draug. Það er rétt, bara ekki alveg hárrétt. Á ensku myndi orðið “poltergeist” vera notað en þeir stríða, skemma, meiða og særa. Hinn íslenski ærsladraugur er hins vegar alvöru draugur, ekki bara einhvers...

Re: Emanuelle Dijon - 1. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já og Emanuel er strákanafn. Sæmileg saga, ekkert sérstakt spennandi ennþá en vonandi kemur næst eitthvað einstakt. :) Emanuelle Dijon. Þetta er mjög franskt nafn. Ert þú frönsk eða eitthvað, af því að þú skrifar líka upphrópunar- og spurningarmerkin upp á frönsku ;) með bili á undan.

Re: Unlikely Alliance: kafli 6 - Veislukvöld

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Kaflinn er alveg hreint frábær eins og venjulega ;) Algert æði pæði! Talandi um hreint… Þegar Lupin sagði “sumir eru svo ógeðslega sveittir og illa lyktandi fyrir að það breytist ekkert lyktin af þeim þó að þeir ljúgi.”, þá varð mér hugsað til Snape: er ástæða fyrir þessu ógeðslega fituga hári hans? :Þ hehe

Re: 1.Kafli Aldrei segja aldrei

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Skemmtileg byrjun finnst mér. Minnti mig allt í einu á Fimmbækurnar og það; þegar þú fórst að tala um ævintýri og kynjaskiptingin er jafnari en í HP bókunum. :) Mér finnst það líka allt í lagi að hafa skólana svona líka, þar sem að það er ástæða fyrir því. Það væri asnalegt ef það ‘væri bara svoleiðis’. Stalstu Wulfric?

Re: Rubeus Hagrid

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þessi er aðeins betri en hin. Skemmtilegt að hafa tímalínu :) Það má kannski nefna það að Tom Riddle kallast Trevor Delgome á íslensku.

Re: Varnarlið Dumbledores (Dumbledore's Army)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hm, þetta er nú frekar þurrt. Þið fyrirgefið en ég er ekkert svakalega hrifin. Þetta er nú ekki eftir þig sgo, svo að þú skalt ekki taka því persónulega. Hins vegar mætti íslenskan vera betri. “Raðnúmerið á galleoninu breyttist og sýndi dagsetningu næsta fundar ef maður héldi því á milli handanna svo að það hitnaði.” Stóð þetta? Var það ekki þannig að Harry breytti dagsetningunni (raðnúmerinu) á sínu galleóni og þá breyttist dagsetningin á öllum hinum og hitnaði í leiðinni svo að þau vissu...

Re: Harry Potter og stríðið- 8. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér finnst sagan þín alveg frábær! Ég er hrifin af því sem gerist hægt svo að mér fannst þetta ekkert svo langdregið. Kannski soldið í búðinni samt. En eins og þetta er fín saga þá finnst mér þú ættir að fara aðeins betur yfir kaflana áður en þú sendir þá inn, það voru allt of margar klaufavillur í honum :( Kemur það ekki fram í 5. bókinni samt að Ginny heiti Virginia?

Re: Emma Thompson (Prófessor Trelawney)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hún er ekki nógu lík skorkvikidi á myndinni :P Á hún ekki að vera með svona kisugleraugu? Ég man ekki efti því að hún hafi drukkið í þriðju bókinni, mér hefur ekki fundist það nógu merkilegt en í 5. þá angaði hún alla daga af sérríi… Af því að hún var lögð í einelti af Umbridge. Þannig að hún er drykkfelld. Hmm.

Re: Harry Potter og augun, áttundi kapítuli - Tengslin

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já ég veit að nafnið passar ekki alveg, enda ætlaði ég að kalla hana einhverju Ensku eða alþjóðlegu nafni. Laufey bara festist við hana þegar ég var að leita að nafni og ég gat ekkert í því gert. :/ Sum nöfnin eru líka Íslenskuð í bókunum, td Spíra prófessor :P Og Síríus í fyrstu bókinni.

Re: Harry Potter og augun, áttundi kapítuli - Tengslin

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vá takk :D Þetta er einmitt það sem ég vil, að þið bendið á villur eða bara það sem mætti fara betur. Hvað ykkur finnst og af hverju, hvernig ég gæti bætt það næst. :) Gulla: já mér fannst ég líka kannski fara svolítið hratt en um leið er ég svo hrædd um að þetta verði langdregið. Ég reyni að gæta mín á þessu, takk fyrir ábendinguna. :)

Re: Remus Lupin

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Veistu hvað ég hef lengi velt því fyrir mér hvað joðið standi fyrir í Remus J Lupin??? Ég bjóst nú samt við því að það væri eitthvað merkilegra en bara John. :P

Re: Tímaflakk

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Harry breytti aldrei gangi sögunnar, hann var alltaf þannig að hann myndi bjarga sjálfum sér. Örlög hans voru ákveðin. Mér var að detta í hug að sjá tímalínuna fyrir sér eins og þráð eða vír sem liggur beint en sem í tilviki 3. bókarinnar tekur á sig lykkju þannig að bútarnir snertast, α , fara jafnvel í hnút. Ímyndum okkur svo að tíminn, með öllu því sem á honum gerist, streymi í gegnum þennan vír. Svo kemur að því þar sem lykkjan snertist og Harry bjargar sjálfum sér, af því að...

Re: KÖNNUNIN

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvað með nýju könnunina? Ekki eru allir uppáhalds persónurnar mínar en það er enginn af þeim sem taldir eru upp. Það vantar möguleikann “önnur” (önnur persóna sem sagt). <br><br><a href=“mailto:saga_aesa@hotmail.com”>saga_aesa@hotmail.com</a> Flýttu þér hægt.

Re: Dartanía Derów, 14.kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Húrra! Loksins framhald, ég var farin að örvænta! :D Það vantar ennþá aðeins upp á stafsetninguna en það gerir ekki mikið til, þetta er svakalega spennandi. ,,Far fú fil farfans fanfað fem fú frá fomst famfað fem fú fumt faftfur fúfa fo fé feifi furfn fifn felfl!” þuldi Dartan upp Ég skildi fyrri hlutann af þessu: Far þú til fjandans þangað sem þú frá komst þangað sem þú munt aftur snúa… en hvað kemur svo? Þetta hljómar eins og særingar.

Re: Hugleiðingar um áhugaspuna

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Frábært að fá eina grein til tilbreytingar, sérstaklega þar sem hún er vel skrifuð og frá þér sjálfri en ekki bara þýdd. Gaman líka að hún skuli vera um áhugaspunana sem fylla allt þessa dagana. Þetta er alveg rétt sem þú segir og ég kannast við þetta allt saman! Bæði í mínum eigin sögum og annarra. Það væri hægt að nota þessa grein þína sem viðmið þegar áhugaspunar eru skrifaðir, ef maður vill ekki skrifa of mikla spunaklisu. :)

Re: OF MIKIÐ!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já, núna undanfarið eru ansi margir spunar og ég er orðin alveg rugluð í því hvað er að gerast í hvaða spuna. Það er samt bara gaman. :P En svo er sérstakt áhugaspunahorn, sem einmitt kallast Áhugaslpuni, sem er fyrir þá bestu að mér skilst. En þar er ekkert að gerast í þessum tveimur spunum þar. Það má ekki hver sem er birta þar en er ekki einhverjir fleiri og “aktífari” sem má bæta þar við? <br><br><a href=“mailto:saga_aesa@hotmail.com”>saga_aesa@hotmail.com</a> Flýttu þér hægt.

Re: Unlikely Alliance: kafli 4 - Emily

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þarna! Ráðuneytið. Þeim að kenna. Þeir. Ský. Ský fyrir sólu. Ský. - þrjú - Grátt ský - Ský dró fyrir sólu. Þýðir þetta ekki að þetta gerist á sama tíma og Harry er að tala við Lupin? Vá. Þetta her tær snilld, Fluffster og Tzipporah, þið eruð góð saman ;)

Re: Unlikely Alliance: kafli 5 - Fall er fararheill

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég á ekki til orð :)

Re: Jasmine og Tína

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér líst vel á þetta, komdu endilega með framhald!

Re: Unlikely Alliance: kafli 3 - Týndi sonurinn

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þetta er hreint æðislegt! Er Anika ekki rauðhærð líka? ;)

Re: Harry Potter og fjörin 7. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mikið gaman! Mikið fjör! :D Það fer samt soldið í mig þegar Hermione öskrar svona á strákana. Þegar stórir stafir eru notaðir þá finnst mér alltaf eins og það sé öskrað með áherslu. Hins vegar, þá eru þau unglingar og skapið svolítið stirt… Hlakka til að fá meira að lesa!

Re: Harry Potter og augun 7. kapítuli - Nýji kennarinn

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Segðu bara það sem þú heldur en láttu vita svo að hinir sem ekki vilja lesa geti stoppað sig :) Ég er að vinna með næsta kafla, sem verður líklega lengri ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok