Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fanginn frá Azkaban

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mér fannst hún betri en hinar tvær. Leikararnir góðir og svona þannig að þú sérð að það eru mjög skiptar skoðanir á þessu. Ég segi þér að sjá hana en búast auðvitað við því að það verði breytingar og atriðum sleppt. Og ekki gleyma því að persónur eru öðruvísi en þú hefur ímyndað þér. (líklega, það væri nú gaman ef þær væru eins) Mér fannst Lupin líta hörmulega út (leikstjóra og búningahönnuði að kenna) en karakterinn komast vel í gegn þrátt fyrir það. Horfðu bara á hana og segðu okkur svo...

Re: Hann á afmæli í dag!!!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Virtur? Ungur? Sómamaður? *hóst* Þið gerið ykkur grein fyrir því að hann er jafn gamall foreldrum Harrys sem fæddist 1981! Og ég ætla ekki einu sinni að fara út í hitt! En samt sem áður… til hamingju með afmælið Snape prófessor.

Re: Sirius Black látinn

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já, þetta er kannski einum of… Hins vegar er gert ráð fyrir því á þessarri síðu að fólk sé búið að lesa allar bækurnar fimm. Það er ekki spoiler nema að það sé verið að tala um sjöttu bókina.

Re: Tungumál :s

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég var með álíka einkunnir og þú í ensku þegar ég var í 9. bekk og það var þá sem ég las bækur tvö og þrjú á ensku. Leyniklefann átti ég stundum erfitt með að skilja en með því að nota orðabók í nauðsynlegustu orðin tókst mér að ná sögunni og skemmta mér vel yfir henni. Í fanganum frá Azkaban skildi ég heldur ekki allt en sú bók er samt uppáhalds bókin mín og hefur verið alveg síðan þá. Skelltu þér bara í þetta, láttu á það reyna!

Re: Veit ekki alveg....

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Korkarnir draga til sín notendur og þeir eru svona neðarlega til þess að fólk reki augun stundum í hitt líka og skoði það. Þannig er smá líf í áhugamálinu stundum ;)

Re: snape prófesor einu sinni dra´pari eða ávalt drápari?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Allar upplýsingar um sjöttu bókina og jafnvel getgátur eða pælingar um hana verða að vera merktar sem SPOILER ef þær eru ekki inni á korknum sem fjallar sérstaklega um næstu bók.

Re: Galdragríman......Fyrsti og annar kafli.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þær eiga bara að vera sjö, eitt fyrir hvert ár.

Re: snape prófesor einu sinni dra´pari eða ávalt drápari?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er nokkuð sammála þér. Hér koma samt mínar pælingar um þetta mál. Það er ekki hægt að þræta fyrir það að Snape gerðst drápari, hann ber merkið á vinstri handlegg. Hins vegar vinnur hann fyrir Dumbledore í Fönixreglunni, það er heldur ekki hægt að neita því. Var hann ekki njósnari en er það ekki lengur? Af því að það er búið að koma upp um hann? Ég meina, á fjórða árinu þegar Harry og Cedric fóru í kirkjugarðinn og Harry sá Voldemort kalla á dráparana sína aftur í fyrsta skipti í þrettán...

Re: Æsa á heimaslóðir Harrys

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hvenær var það? Þetta var bara merkt sérstaklega einhverntímann eftir að bækurnar voru orðnar frægar. Veit ekki með slöngubúrið samt.

Re: Hvað þýðir að vera blóðsvikarar upp til hópa?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég varð alveg korugluð þegar ég var að reyna að skilja þetta og enn meir við það að skrifa þetta niður. :P

Re: Aldur Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já, þetta er auðvitað bara saga en það getur verið gaman að stytta sér stundir við það að pæla aðeins og djúpt í þeim. Annars segir Binns að skólinn sé eldri en þúsund ára.

Re: Harry Potter and the Half-Blood Prince tilbúin, útgáfudagur tilkynntur á næstu 24 tímum!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Já rétt. En Harry Potter er meira en “bara” góð bók, allur heimurinn féll fyrir henni líka. :P En hún er auðvitað skrifuð á allt öðrum forsendum og ekki ens útpæld. Tolkien bjó til heilan heim og samdi lög og reglur sem gilda þar auk náttúrulögmála. Rowling gerði ekkert svoleiðis, hún spinnur bara með það sem henni dettur í hug hvert sinn.

Re: Harry Potter and the Half-Blood Prince tilbúin, útgáfudagur tilkynntur á næstu 24 tímum!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það getur vel verið, ég er bara að segja að það er ekkert stolið. Þetta eru bara tvær ævintýrabækur sem urðu gífurlega vinsælar.

Re: Gleðilegt nýtt ár!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Já gleðilegt nýtt ár öllsömul og takk fyrir hið liðna! *sprauta froðu út um allt og dansa með glimmerhatt á hausnum*

Re: Harry Potter and the Half-Blood Prince tilbúin, útgáfudagur tilkynntur á næstu 24 tímum!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Mér finnst það ekki vera stuldur eða ófrumleiki hjá Rowling samt. Eftir Hringadróttinssögu varð þessi tegund af fantasíu alveg nógu algeng.

Re: Ocean's Twelve

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er einmitt málið, hún er alvarleg en samt nálægt því að vera grínmynd. Það eru margir góðir brandarar og mér finnst vel þess virði að fara á hana.

Re: Laugardaginn 16th Júlí 2005!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ertu bara 15? :O Ég hélt þú værir 16. Iss, þú ert bara eins og hann litli bróðir minn (sem er ekki beint lítill lengur) :P

Re: Harry Potter and the Half-Blood Prince tilbúin, útgáfudagur tilkynntur á næstu 24 tímum!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég sé ekki að Harry Potter steli úr Hringadróttinssögu. Ég varð mjög hrifin af báðum sögunum, féll algerlega fyrir þeim og varð háð þeim. Hringadróttinssögubrjálæðið lagaðist þó þegar ég var búin að sjá myndirnar. Ég er hins vegar enn föst í Harry. Líklega vegna þess að sagan er ekki búin. Ég las Hringadróttinssögu á íslensku og ég var voða hrifin af því að nöfnin væru þýdd og svona. Hins vegar var þýðingin alls óvönduð og það skemmdi mikið fyrir. Sagan um Harry er óúthugsuð en það hefði...

Re: Aldur Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég er bara að svara spurningu notenda og reyni að gera það eins vel og ég get. Svarið varð flóknara en ég ætlaði í upphafi en það var líka rosa gaman að skrifa það. :D

Re: Aldur Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ö, takk fyrir hrósið. Lastu greinina?

Re: Hvað þýðir að vera blóðsvikarar upp til hópa?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það sem hér kemur er allt miðað út frá Siriusi Black. Orðskýringar Nephew og niece. Ef Regulus Black, bróðir Siriusar hefði eignast börn, væru þau nephew og niece hans Siriusar. Í daglegu tali væru Draco og Tonks líka nephew og niece. Er það ekki annars rétt hjá mér? Uncle og aunt. Systkin foreldra. Cousins. Systkinabörn (Sirius og Narcissa eru systkinabörn, rétt eins og Sirius og Bellatrix). En svo verður þetta fræðilegra og þar með nákvæmara. Einhvernveginn verður að greina á milli Dracos...

Re: hvers vegna??

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Harry og Neville eru þeir einu sem koma til greina sem sá sem spádómurinn segir til um af því að þeir eru þeir einu sem eiga afmæli í lok sjöunda mánaðar sem eiga foreldra sem hafa mætt hinum myrka herra þrisvar sinnum. Það sem gerir útslagið er það að Harry Potter var merktur af Voldemort sem jafningi hans, bæði með örinu og með því að Voldemort kom í eigin persónu í þeim tilgangi að drepa hann af því að hann hélt að hann væri honum hættulegur.

Re: Hér er tilkynningin,,,

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Diagon Alley: Skástræti The Burrow: Hreysið Grimmauld Place: Hroðagerði Professor Sprout: Spíra prófessor Sirius (Black): Síríus (bara í HP&viskusteinninn) dementor: vitsuga death eater: drápari thestrals: vákar Og svo alls konar verur af öllum gerðum og stærðum sem koma bara örlítið við sögu auk sælgætis og prakkaratækja. Og ekki má gleyma göldrunum. Þetta er það sem ég man núna.

Re: Jólakort frá Daniel Radcliffe!!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
:O í alvöru? En hvernig í ósköpunum fékk hann heimilisfangið þitt? Það er bara ekki annað, skemmtileg jólagjöf. :) Hvað meinti hann með 20 fetum neðan sjávar?

Re: Rowling í Leyniklefanum

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég sá það ekki þar sem ég sá bara frá því að þeir voru komnir ofan í leyniklefann en hins vegar hef ég séð það frá Rowling að hún segist ekki koma fram í neinni af myndunum. Kannski var hún bara óvart með og veit ekki af því, ef þetta var þá hún.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok