Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Aerie
Aerie Notandi síðan fyrir 21 árum, 1 mánuði 35 ára kvenmaður
170 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Körlum
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]

Re: Pæling/strákar svara=)

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
;) right back Ekki málið :P

Re: Pæling/strákar svara=)

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er sammála því sem neonballroom sagði. Stelpur dæma sjálfa sig og aðrar stelpur miklu harðar en strákar nokkurtíma. Ég mála mig frekar eða meira þegar ég er að fara að hitta stelpurnar en ef ég er bara að fara að hitta strákana. Það er samt ekki eins og þessar stelpur séu endilega að fara að dæma mig. Hinsvegar ber ég mig saman við þær og fer að líða illa ef ég lít ekki eins vel út. Strákarnir, well, þeir eru bara strákar. Þeim finnst ég alveg jafn sæt máluð eða ómáluð og e´g er ekki...

Re: Pæling/strákar svara=)

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ok sko. Ég er örugglega andstæðan við þig útlitslega. Ég er ekki mjó og ég er ekki smábeinótt. Ég held ég sé kannski ekkert huge-beinótt en þau eru ekki lítil. Ég er með línur. Brjóst, rass, læri og því fylgir magi o.fl. þessháttar. Strákar segja að þeir vilji ekki of mjóar stelpur en það er ekki séns að þú sannfærir mig um að þeir vilji frekar soldið í stærri kantinum stelpur. Þetta gengur ekki út á það. Málið er að ef þú ert sirka í kringum kjörþyngd og ert bara eins og þú átt að vera og...

Re: Spurning =)

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mér finnst rómantískast að eiga saman stund í friði frá öllu og öllum sem er bara tileinkuð okkur. Hún þarf ekki að innihalda neinar gjafir eða veraldlega hluti. Bara að við getum verið saman. Mér finnst rómantískast þegar maki manns tekur eftir smáatriðunum. Litlu kækjunum sem maður gerir, eða orðum sem maður notar einstaklega mikið og elskar það. Þegar viðkomandi veit uppáhalds þetta og hitt mans og sýnir það (eins og þegar hann/hún veit hvernig þú vilt kaffið þitt og kemur með kaffi handa...

Re: Afmæli - Hugmyndir?

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ef þig langar að gera eitthvað sem kannski ristir dýpra en peningar, sem er það sem mér skylst að þú viljir gera, get ég alveg gefið þér hugmynd af einhverju sem ég myndi fíla. Þú gætir t.d. daginn eftir partíið tekið allan daginn frá fyrir bara ykkur tvö. Fara á fætur saman og útbúa handa henni það sem hana langar í í morgunmat. Persónulega hefur mér alltaf fundist að þegar fólk gefur manni blóm skíni hugurinn á bakvið gjöfina meira í gegn en þegar peningum er spreðað í veraldleg gæði. Ég...

Re: Könnun

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jebb, persónulega finnst mér að það eigi alls ekki að samþykja kannanir sem eru rangt stafsettar eða hafa ragnt málfar eða bjóða ekki upp á nógu góða valmöguleika.

Re: rosab og intenz

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það sem ég var að segja er að vissulega þurfti hún að fá að heyra að það sem hún væri að gera væri rangt o.s.fv. En hún kom hingað til að fá ráð, ekki til þess að stjórnandi hellti sér yfir hana með dónaskap og látum. Það getur vel verið að þú hafir verið að gera það sem þér fannst rétt en mér fannst þú dónalegur, hrokafullur og ófagmannlegur í vinnubrögðum. Ég var sammála innihaldi svarsins þíns en orðlagið og aðferðin hræðileg. Ég stend föst á því að mér finnst þú óhæfur stjórnandi!

Re: Komin aftur

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nú fór ég ekki að stunda huga hvað þá /smásögur fyrr en þú varst á bak og burt. Mætti ég forvitnast um kröfur?

Re: rosab og intenz

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég get alveg sagt að ég var sammála innihaldi þess sem intenz var að segja en enginn hefur rétt á því að láta annarri manneskju líða illa. Sérstaklega ekki á stað sem þessum, sem á að vera grundvöllur uppbyggilegra umræðna. Ekki þegar hún kom til að leita ráða. Persónulega finnst mér og hefur alltaf fundist intenz algjörlega óhæfur sem stjórnandi. Með viðbrögðum sínum þarna fannst mér hann sýna það og sanna að hann hefur ekki þroskann í þetta starf. Sem stjórnandi átti hann að stuðla að...

Re: Söknuður og fleira (ekki mikið tengt /romantik)

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jámm, ég var nú enganvegin að reyna að skamma þig eitthvað. En ég skil rosa vel þetta með að finnast maður uppáþrengandi en maður verður að reyna. Afhverju ættu þær að hafa samband ef þú gerir það ekki. Allavega, gangi þér vel:)

Re: Svo satt

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Sætt og satt. Hef meiraðsegja sannreint margt þarna.

Re: H******* heimska ég :(

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég féll níverið fyrir besta vini mínum og þegar ég sagði honum frá því og komst að því að við gætum ekki verið saman leið mér alveg eins. Eftir langt og strangt drama-ferli er vinátta okkar samt í góðu lagi einfaldlega af því að við ákváðum að vilja ekki fórna henni. Við börðumst fyrir henni. Ef þú vilt sleppa því að gera stórmál úr þessu farðu þá til hans og talaðu við hann. Segðu honum að þú skiljir að það geti ekkert verið á milli ykkar en að þú munir þurfa smá tíma til að komast yfir...

Re: Söknuður og fleira (ekki mikið tengt /romantik)

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég skil þig rosa vel. Stundum er maður bara eitthvað svo einn. Ef ég á að gefa þér einhver ráð er það bara það að vinátta gengur í báðar áttir. Ef þið eruð að fjarlægjast er það báðum aðilum jafn mikið að kenna. Þessi sem er í útlöndum er bara pínu upptekin eins og er en hinar tvær, hringdu í þær, hafðu samband, ég er viss um að þær verða fegnar að heyra í þér. Annað sem ég vildi segja sem tengist því líka að vináttan gengur í báðar áttir. Enginn vill vera vinur einhvers þegar vináttan...

Re: Af litlu snjóþöktu skeri í Norður-Atlantshafi

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þú ert svo svalur rithöfundur. Good djob.

Re: hvað kostar iPod Nano?

í Græjur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
viltu segja mér það:( tölvan mín vill ekki opna linkinn með verðlistanum

Re: meiriháttar vesen :S

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
indeed ;)

Re: Dont Cry- Guns N Roses

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta er geðveikt flott lag. Átti tímabil þar sem ég var alltaf að hlusta á það:p

Re: Pabbi minn vill ekki hitta mig og mamma mín kastar skít í mig.

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, held við leggjum mis-sterka merkingu í orðið ástæða. En jámm :)

Re: Pabbi minn vill ekki hitta mig og mamma mín kastar skít í mig.

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það getur verið ástæða fyrir annað fólk því fólk jú á það til að fela sig á bakvið innantómar ‘ástæður’. En það er aldrei fyrirgefanlegt eða afsakanlegt eða í lagi að nokkru leyti að foreldrar bregðist börnum sínum svona. Foreldrar mans eiga að standa með manni og styðja við bakið á manni mikið til sama hvað.

Re: Framhjáhald?

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta er svo mikið kjaftæði. Ég var einhvertíma stödd í samræðum með hóp af strákum og þeir voru einmitt að segja eitthvað svona. Að það væri ekki séns að maður gæti verið með sömu konunni alltaf án þess að einhvertíma a.m.k. kyssa eða flirta alvarlega við aðra konu. Þetta er bara kjaftæði. Ég held að ef maðurinn í alvörunni elskar konuna og sambandið er í alvörunni að ganga þá sé hann bara aumingi ef hann heldur framhjá. Ef hann er hinsvegar að missa áhugann og sambandið að hætta að ganga...

Re: Sambönd eru Vesen.

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já tímaleysið er vesen. Ég er einmitt eins og er nýlega komin í samband og þar sem við erum bæði í sumar'fríi' þá erum við bæði að vinna. Eins og þú sagðir þá þýðir það minni tími og hjá okkur þá er ég að vinna vaktavinnu en hann fasta 8-6 vinnu. Þegar það lendir síðan þannig að ég er að vinna kvöldvaktir þá hitti ég hann ekki í fleyri fleyri daga. En sambönd eru vinna, ekki bara ‘ástarsambönd’ maður verður líka að rækta sambandið við vini sína, það er kannski ekki eins mikið vesen. En þetta...

Re: Leitarvél!

í Hugi fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta er besta og nytsamlegasta hugmynd sem hefur komið hingað síðan ég man eftir mér hér.

Re: Pabbi minn vill ekki hitta mig og mamma mín kastar skít í mig.

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þú veist augljóslega talvsert lítið um slæmar heimilisaðstæður. Ef hún og mamma hennar væru pínu ósáttar væri þetta kannski málið en ef heimilisaðstæður eru almennt crappy er þetta kannski ekki svarið. Fyrir utan það að þó barnið mans skari aldrei fram úr í neinu og gangi illa í öllu sem það tekur sér fyrir hendur er það ekki ástæða fyrir foreldra til að vera með skít og leiðindi við þau.

Re: pensilín og áfengi?

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
helduru ekki? mér finnst þetta hljóma svo spennandi :P

Re: stórt vandamál!!

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þó hún fari stundum í taugarnar á þér og þó þið rífist stundum og þó það sé ekki alltaf allt fullkomlega yndislegt. Ég meina besta vinkona mín fer oft í taugarnar á mér og við erum ekkert alltaf sammála, ég er samt ekkertað fara að hætta að vera vinkona hennar. Ég myndi segja að þegar góðu stundirnar hætta að vega upp á móti rifrildanna eða þegar neikvæðnin er meira ríkjandi en ástin og jákvæðnin þá fyrst er þetta ekki að ganga. Eða ef fólk hefur gert eitthvað ófyrirgefanlegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok