Rómantíska stefnan er í raun afturhvarf til fortíðar, eða var það upphaflega. Rómantík í upprunalega forminu snerist í raun ekki um samskipti kynjanna og rauðar rósir og annað sem fylgir, heldur var þetta listastefna á 18. öld þar sem rithöfundar, myndlistarmenn og margir fleiri hurfu í verkum sínum aftur til miðalda, gríska og rómverska heimsveldisins og fengu sinn innblástur þar. Að tengja ást og rómantík kom seinna, þó að verk þeirra sem aðhylltust rómantísku stefnuna hafi oft fjallað um...