Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvað á að gera við nördana?

í Skóli fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Mér finnst margt áhugavert við þessa grein þína. Ég eyddi einmitt 10 árum í grunnskóla við að gera nær ekkert. Foreldrum mínum var boðið upp á að láta mig hoppa yfir bekk en vildu það ekki. Ég er sammála þessu þar sem ég tel það neikvætt fyrir félagslegan þroska einstaklingsins. Það er engin lausn. Skólakerfið er ekki fullkomið, það er alltaf hægt að bæta það. En stærsti gallinn, af minni reynslu að dæma, er úrræðaleysi þegar kemur að nemendum sem eiga auðvelt með að læra. Ofar hefur fólk...

í Skóli fyrir 20 árum, 9 mánuðum

Re: Kjartan Ólafsson

í Bækur fyrir 21 árum
Þetta er fín grein, góð yfirferð á lífi Kjartans. En það hefði mátt taka fram að þetta er úr Laxdælu af því að þetta gæti verið fremur samhengislaust og óskiljanlegt í augum þess sem ekki kannast við söguna. En vel gert.

Re: Leita að bók

í Bækur fyrir 21 árum
Bókin heitir Goð og garpar úr norrænum sögnum. Hún er eftir Brian Branston en er til í íslenskri þýðingu á flestum bókasöfnum. Ef þú vilt eignast hana veit ég því miður ekki hvar er hægt að kaupa hana.<br><br><font color=“#800000”> <i>Epur si muove.</i> Hún snýst nú samt. </font>-<b>Galileo Galilei</

Re: ?????

í Harry Potter fyrir 21 árum
Ég grét ekki, en ég var komin nálægt því í lokin. Mér fannst allra verst þegar hann fann spegilinn. Ég var ekki sátt við dauða Siriusar en mér fannst það enn verra þegar Harry fann spegilinn. Ef hann hefði notað hann væri Sirius kannski enn á lífi. En sögurnar sem manni finnst bestar fara ekki alltaf eins og maður helst hefði óskað.<br><br><font color=“#800000”> <i>Epur si muove.</i> Hún snýst nú samt. </font>-<b>Galileo Galilei</

Re: YESSS!!!

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mín saga er ekkert gífurlega áhugaverð. Ég er í Þýskalandi, foreldrar mínir búa þar og ég fer til þeirra í fríum (er í skóla á Íslandi). Ég pantaði hana því fyrir löngu á Amazon.de og fékk hana með pósti rétt fyrir 10 á laugardagsmorguninn, alger lúxus. Kostaði mig um 1700 kr með sendingarkostnaði og virðisaukaskatti. Síðan las ég hana á einum degi og finnst hálfsorglegt að hún skuli strax vera búin, þarf bara að lesa hana aftur.

Re: Umsögn: Harry Potter and the Order of the Phoenix

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er ekki það þungur texti. Persónulega fannst mér bókin bara það skemmtileg að ég gat varla lagt hana frá mér, því las ég hana á einum degi.

Re: Umsögn: Harry Potter and the Order of the Phoenix

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér fannst fimmta bókin góð, mér fannst hún dásamlega löng. Það sem mér finnst einn helsti kosturinn við þessa lengd er sú tilfinning að maður geti haldið áfram að lesa hana endalaust. Maður fékk líka einhverjar frekari upplýsingar um söguþráðinn, þetta voru mikið endurtekningar en nýju ljósi var varpað á gamlar persónur í bókinni og sá maður skapgerðabresti á ýmsum sem höfðu ekki verið áberandi hingað til. Mér finnst söguþráðurinn fínn og mér finnst áberandi hvað persónurnar, og sagan með...

Re: Harry Potter and the Order of the Phoenix

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er ekki það sem ég flokka sem spoiler, þetta eru upplýsingar sem koma fram aftan á bókinni og í lok þeirrar fjórðu. Ef ég segi eitthvað sem stendur ekki þar er það á fyrstu blaðsíðum bókarinnar. Fyrir mig er spoiler eitthvað sem gefur raunverulegar upplýsingar um söguþráðinn. Það gerir þessi grein ekki að mínu mati, en ef þér finnst það baðst ég afsökunar á slíku í greininni. kv. Aduial.

Re: Harry Potter and the Order of the Phoenix

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þú verður bara að lesa bókina til að komast að því. Ég vil ekki gefa neitt um sem gæti eyðilagt ánægjuna af lestrinum fyrir öðrum. kv. Aduial

Re: OotP

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég fékk bókina rétt fyrir 10 á laugardagsmorguninn, kláraði hana um kvöldið. Mér finnst hún æðislegt þó að ég hafi orðið frekar sorgmædd á einum stað undir lokin. Þessi bók er alger snilld.<br><br><font color=“#800000”> <i>Epur si muove.</i> Hún snýst nú samt. </font>-<b>Galileo Galilei</

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég hef ekkert leyfi til þess að banna öðrum að reykja, nema hugsanlega á mínu eigin heimili. Enda reyni ég það ekki. Það væri eitthvað til í því að banna reykingar en miðað við hvernig samfélagið er er ekkert vit í því. Og varðandi áfengið, þá drekk ég ekki. Mér finnst áfengi ekkert sérstakt (ég hef smakkað það) og hef afskaplega lítinn áhuga á því. Og hvort mannlegt samfélag sé á leið upp, niður eða hvorugt er afar umdeilanlegt mál. Því miður er mannkynið ekki alveg til fyrirmyndar og þá...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Margir hafa verið að tala um að leyfa þetta bara og að þetta valdi í raun ekki sterkri líkamlegri fíkn. Þá fer ég að hugsa um þennan strák sem einhver minntist á og hvernig hann skuldaði stórar upphæðir… Ef þetta er ekki vanabindandi, af hverju hættir fólk þá ekki áður en það er orðið skuldugt upp yfir haus? Þetta er nefnilega vanabindandi og þetta hefur skaðleg áhrif á heilann. Það gera sígarettur líka, segja þá einhverjir, enda reyki ég ekki. Það væri mikið til í að banna reykingar, það er...

Re: Er líf unglinga eins einfalt og það virðist??

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það eru margir góðir punktar hjá þér. Að vísu á ég frekar auðvelt með að læra þannig að ég hef alltaf náð prófunum með svona þokkalegum einkunnum. Annað sem er erfitt við að vera unglingur núna er að maður þarf sífellt meiri menntun til að fá góða vinnu. Fyrir ekki svo löngu var frábært fyrir fólk að hafa stúdentspróf, trygging á vinnu, en í dag gerir það lítið annað en að koma manni inn í háskóla. Vinnumarkaðurinn er nær mettur í dag og það gæti orðið basl fyrir okkur af þessari kynslóð að...

Re: Flick......

í Sápur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér finnst Flick fín, en ef hún fer ekki að losa sig við Marc mun ég missa á henni allt álit. Mér finnst að Steph gæti a.m.k. reynt að tala við hana þar sem þetta var í raun Marc að kenna, en ef hún heldur áfram með honum á hún þetta kannski skilið.

Re: Ertu að gera ritgerð??? lestu þá þetta...

í Skóli fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það e samt skárra að nota orðið “maður” heldur en “þú”. Það er að minnsta kosti það sem einn íslenskkukennari sem ég hafði einu sinni brýndi fyrir okkur. Og annað er, aldrei byrja setningar á ártali eða dagsetningu beint. Í staðinn fyri “1985” á að setja “Árið 1985” og setja “þann” fyrir framan dagsetningar, sérstaklega ef þær eru í byrjun setningar. Aduial.

Re: MARC OG STUART!!!!!!

í Sápur fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er hrifin af Stuart (sem persónu) en ég þoli ekki Marc. Hann er fífl sem hugsar bara um sjálfan sig og það er honum að kenna að allt fór í rúst við brúðkaupið. Eftir brúðkaupið vorkenndi ég Flick af því það kenndu allir henni um það sem í raun var Marc að kenna. En eftir að hún kom aftur og Marc fór að heimsækja hana er ég farin að missa álit á henni fyrir að taka svona vel við honum. Hún átti að henda honum út þegar hann kom í heimsókn. Ég skil bara ekki að hún geti tekið svona vel á...

Re: Smá pæling.

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég skildi hlutina þannig að Tom Riddle/Trevor Delgome sem er í annari bókinni er ekki þessi uppkomni sonur Riddle/Delgome-hjónanna þar sem sá var drepinn en Voldemort var á þeim tíma í fullu fjöri. Það er síðan gefið í skyn, ekki sagt beint út (að mig minnir, langt síðan ég las bókina síðast) að það hafi verið Voldemort sem drap föður sinn, ömmu síns og afa. Aduial.

Re: Totally Spies

í Anime og manga fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þetta er ágætis þáttur, ég bjó úti á tímabili og horfði oft á þetta með systur minni (hún er 9 ára). Við höfðum báðar bara gaman af. Ég er búin að sjá þónokkra þætti af þessu og það er vel hægt að horfa á þetta, ég vissi samt ekki að byrjað væri að sýna þetta hér, kannski maður kíki á þetta. Og öllum sem finnst þetta smábarnalegt, þá er það þannig að maður má hafa gaman af slíku. Þegar maður er orðinn of gamall til að hafa gaman af því að leika sér, horfa á efni hannað fyrir börn (t.a.m....

Re: Oliver Wood

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það kom hvergi fram.<br><br><font color=“#800000”><i>Ósnotur maður er með aldir kemur, það er best að hann þegi. Engi það veit að hann ekki kann, nema hann mæli til margt. Veit-a maður hinn er vætki veit, þótt hann mæli til margt.</i> </font

Re: Að vera nörd...

í Lífsstíll (gamli) fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég verð að segja að hér hafa komið fram viðhorf sem mér finnst ekki falla undir almennu skilgreininguna nörd. Þetta eru TÖLVUnörd, stór munur. Ég kann ekki mikið á tölvur þó að ég noti tölvuna mína mjög mikið, m.a. í skólanum. Ef eitthvað kemur fyrir tölvuna mína þá fæ ég einhvern annan til að hjálpa mér. Mér er einnig annt um útlit mitt. Fötin mín eru hrein, og hárið líka. Ég legg mig fram um að líta snyrtilega út, en samt tel ég mig vera nörd. Ég hef mjög gaman af náttúruvísindum og...

Re: Oliver Wood

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Málið snýst ekki um útlit leikarans (þó að hann sé sætur). Heldur er það hvaða hlutverk hann hefur í bókinni. Það að þetta eigi að vera síðasta ár hans í skólanum gerir Quidditch keppnina mikilvægari. Hann ætti að vera í myndinni þar sem námi hans í skólanum lauk á svona eftirminnilegan hátt í bókinni. Hann er engin aðalpersóna, en hann skiptir samt miklu máli og það er einfaldlega mitt persónulega mat að ef hann verður skrifaður út úr handritinu myndi það skaða söguþráðinn (þó að meginsagan...

Re: HVÆNAR KEMUR HARRY POTTER 5 Í

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég skil ekki alveg hvað þú átt við með spurningunni: “HVÆNAR KEMUR HARRY POTTER 5 Í”. Það er eins og það vanti eitthvað aftan á hana. En varðandi útgáfu bókarinnar þá er Countdown á síðunni sem telur niður í útgáfu hennar í Englandi.<br><br> <font color=“#000080”><i>Ósnotur maður er með aldir kemur, það er best að hann þegi. Engi það veit að hann ekki kann, nema hann mæli til margt. Veit-a maður hinn er vætki veit, þótt hann mæli til margt.</i> </font

Re: hvenær kemur harry potter 3 á DVD

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Harry Potter 3 kemur í bíó á næsta ári, ég geri ráð fyrir að DVD-diskurinn komi út einhverjum mánuðum síðar, líklega einhvern tímann á seinni hluta næsta árs.<br><br> <font color=“#000080”><i>Ósnotur maður er með aldir kemur, það er best að hann þegi. Engi það veit að hann ekki kann, nema hann mæli til margt. Veit-a maður hinn er vætki veit, þótt hann mæli til margt.</i> </font

Re: Þýðingar á vekkum Tolkiens

í Tolkien fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þýðingarnar eru misjafnlega góðar, en ég er mjög sátt við að þetta sé þýtt. Sum orðin í íslensku þýðingunum eru í mínum augum mun áhrifaríkari en á ensku, og sum nöfnin eru í ensku útgáfunni næstum eins og þau séu tekin úr íslensku, t.d. Isildur, það hljómar frekar íslenskt heldur en enskt. Ég hef lesið LOTR bæði á íslensku og ensku og mér finnst sumt vera betra í ensku útgáfunni, sumt sambærilegt og annað betra í þeirri íslensku. Þannig að ég verð að segja að ég sé sátt við þýðingarnar. Og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok