Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Saklaus (5 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Saklaust,lítið barn að leik, grimmur,sállaus maður. Hjartað sprungið,sálin veik er stórar krumlur far´á kreik. Blóðið drýpur,nálgast stundin er litla barnið deyr. Kannski bjargast litla lundin ef lítil börn forðast dimmu sundin. (Adnil)

Ófögur ár (6 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Dauði, djöfull. Blóði drifnir draumar og skerandi óp er lífið sem bíður mín. Saltvatn sálar minnar drekkir ástvinum mínum, blóð hjarta míns óvinum mínum.

Orðin tóm (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þjánig er orð hjarta míns, kvöl orð huga míns, ofbeldi orð líkama míns, sársauki orð sálar minnar, tár orð augna minna, og dauði orð bæna minna. (Adnil)

Tíminn (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ég heyri tif í klukku innra með mér, tíminn líður. Tíminn til að lifa og til að deyja. Syrgjum dauða barns tímans, því þessi mínúta er látin.

Dauði líkama (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ég stari út í nóttina. Myrkrið er eins og sál mín, kuldinn líkur blóði mínu. Í raun er ég dáin, horfin, yfirgefin. Andandi skel, sem aðeins á eftir að blæða út og sameinast sálinni í gröfinni. (Adnil)

Brotið & fallið (4 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Í vonleysi ástar minnar syndi ég í föllnum tárum, safna og reyni að púsla saman brotnum loforðum. Í mixtúru lyga og svika ligg ég andvaka hugsandi um manninn sem hefur sál mína í höndunum og hjarta mitt í vasanum.

Víólín (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þú spilar á hjarta mitt líkt og fiðlu, ferð mjúkt en ákveðið yfir strengina. Ljúfir,fagrir tónar fylla tómið sem áður réði huga mínum. (Adnil)

Miskunarleysi (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Með byssu í hendinni, skjálfandi á beinunum. Blóðið á veggnum breytist í myndir, sem renna saman í eina klessu. Með hníf í öxlinni og hjartað í buxunum, horfir á líkið sem vildi ekki hlýða. Stakk hann og skaut hann aftur og aftur, horfir á hryllingin sem hann skapaði sjálfur. Vill ekki lifa og blandar því blóði við þann sem að þurfti ekki að deyja. (Adnil)

Hjálp! (1 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 1 mánuði
Í nótt dreymdi mig vægast sagt viðurstyggilegan draum.Mig dreymdi að vinkonur mínar 12(nokkuð stór vinahópur),grýttu mig og eftir fleiri,fleiri hnullunga dó ég og ég sveif útúr líkamanum og horfði á þær sparka í mig liggjandi og alblóðuga. Ég vaknaði alveg í sjokki og hef mjög mikinn áhuga á að vita hvað í ósköpunum þetta þýðir.Með von um ráðningu með viti!

Að vera eða ekki vera öðruvísi! (13 álit)

í Tíska & útlit fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ísland er eins og þið öll vitið lítið samfélag og undanfarin ár virðast fleiri og fleiri reyna að öllum mætti að klæðast öðruvísi en landinn sem oft á tíðum er voðalega sviplaus vegna nýungagirni okkar allra.Og þetta fólk fer í kjallarann og grefur upp gamlar úlpur,sjöl frá ömmu gömlu og húfur sem að hvaða jólasveinn sem er mundi klæðast stoltur.Og svo fer það og spígsporar um í bænum,stolt af því að þora að vera öðruvísi.En eins og ég segi þá er Ísland svo lítið að allir þeir sem að klæða...

Sniðugt! (10 álit)

í Tíska & útlit fyrir 24 árum, 1 mánuði
Mig langar bara að deila með ykkur tveimur töflum sem að ég rakst á í bók. Ef að tíska er: 5 árum á undan tímanum= ósvífin 1 ári á undan tímanum= djörf á réttum tíma= glæsileg 1 ári á eftir tímanum= smekklaus 10 árum eftir tímanum= herfileg 20 árum á eftir tímanum= fáránleg 30 árum á eftir tímanum= hlægileg 50 árum á eftir tímanum= gamaldags 70 árum á eftir tímanum= töfrandi 100 árum á eftir tímanum= rómantísk 150 árum á eftir tímanum= falleg. (Höfundur:James Laver) Sálfræði litanna! Rautt -...

Sniðugt í dag,böl á morgun? (11 álit)

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 1 mánuði
Hver er sú gjöf sem að við gefum börnum okkar sem að endist alla ævi? Jú,það er einmitt nafnið en eins og góður maður sagði “Sá sem ber ljótt nafn er að hálfu hengdur”.Við viljum að sjálfsögðu öll að barnið getir verið stolt af nafninu sínu og geti sagt til nafns skömmustulaust.Hugsið ykkar bara einn fyrrverandi krikketleikara Fijieyja en nafn hans var einmitt Talebuameineiilikenamainavalenineivakabulaimakulalakeba.(Heimild:Þótt ótrúlegt sé).Gerið börnum ykkar greiða,hugsið ykkur vel um!

Mistök eða...... (21 álit)

í Teiknimyndir fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég er Simpson aðdáandi eins og þeir gerast verstir og ég var svona að velta fyrir mér…Í þættinum þar sem Hómer er í keiluliðinu Pinpals eyðilegst skyrtan hans í enda þáttarins,einkennisbúningur liðsins og hans var sú eina sem eyðilagðist af þeim fjórum sem til voru.En í þætti sem kom nokkru seinna birtist maður,homminn sem átti safnarabúðina í akkúrat einu skyrtunni sem eyðilagðist. Ætli þetta hafi verið planað eða bara mistök sem enginn er nógu sjúkur til að komast að? :)

Alltof órómantískur! (15 álit)

í Rómantík fyrir 24 árum, 1 mánuði
Nú er ég búin að vera í sambandi í bráðum 2 ár og elska unnustann minn útaf lífinu en hann hefur einn leiðilegan galla, hann er álíka rómantískur og hundamatur.Ég hef reynt að tala um þetta við hann og hann lofar bót og betrun og svo gerist ekki neitt.Þetta er alveg að gera mig brjálaða því að ég er alveg hrikalega rómantísk í mér og hef svo gaman af öllu sem viðkemur henni. Í guðanna bænum hjálpiði mér áður en ég fer á hæli fyrir rómantíkursvelt ungt fólk.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok