Ég var barn sem einn daginn leit upp til himins. Ég dáðist að bláma hans og fínleika, bæði í senn brothættur sem postulín og fínofinn sem silki. Árnin liðu og einn daginn þegar ég leit upp í himininn minn, sá ég að það voru komnar sprungur í þennan fallega, bláa himinn. Dag eftir dag stækkuðu sprungurnar og að lokum hrundi himininn yfir mig. Brotin lágu út um allt og er ég horfði upp blasti við mér kuldalegur, grár himinn. Þegar ég leit í kringum mig hafði heimurinn tekið á sig grámóskulegan...