Þórður hét maður. Hann bjó á Þrastarstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði. Hann þótti nokkuð undarlegur í skapi. Það var einn vetur, að hann fór að heiman, og ætlaði í kaupstað, en drífa var svo mikið, að mönnum þótti ratandi. Hann bar vörupoka og gengur nú ofan mýrar, því ekki er langt þaðan í Hofsós. Þegar hann er skammt kominn, villist hann, heldur þó áfram til kvölds., þá þykist hann sjá búðir svo háar, að furðu gengdi. Gengur hann þangað, er þar ljós í gluggum. Hann gengur að einum, sér þar...