Ill meðferð á dýrum, sama af hvaða tegund, er ófyrirgefanleg. Ég skil reyndar þetta með villiketti. Það þarf að hafa hemil á þeim því þeir eru mjög styggir og grípa oftar til ofbeldis. Annars fynnst mér persónulega að fólk eigi að taka meiri ábyrgð á köttum sínum, þú færð þér ekki bara kött og heldur síðan að hann sjái um sig sjálfur og eigi bara að flakka eins og hann vill. Hundar eru skyldugir til að vera í bandi og því er ég hlynnt, en mér finnst sem einhver málamiðlun yrði að koma fram...