Þú verður að lýsa vandamálinu betur. Reyndu að komast að því hvaðan hljóðið kemur. Kemur hljóðið þegar þú stígur í pedalana, þegar þú lætur þig renna, þegar þú hossar hjólinu eða all of the above? Fáðu vin til að hlusta meðan þú gerir hreyfinguna sem framkallar hljóðið til að finna út hvaðan það kemur. Það er forsendan fyrir því að hægt sé að hjálpa þér…