Ein erfiðasta og mest krefjandi bardagalist í heimi - Grísk-Rómversk glíma á sér meira en 3000 ára gamla sögu og er í raun eldri en bæði gríska og rómverska heimsveldið. Veggmyndir af glímumönnum að takast á hafa fundist í bæði Egyptalandi og það sem einu sinni hét Súmería(í dag Írak), og notuðust þeir við meira og minna sömu glímutök og köst og menn nota enn þann dag í dag.