Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.895 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.254 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Hnefaleikakeppni í Keflavík laugardaginn 31. jan. (3 álit)

Hnefaleikakeppni í Keflavík laugardaginn 31. jan. Þetta verða 18 bardagar og Árni Ísaksson þar fremstur í flokki gegn #3 rankaða boxaranum í Danmörku. Sjá nánar frétt um keppnina á vefsetri Mjölnis:
http://mjolnir.is/wordpress/?p=158

Fedor vs Jahve (2 álit)

Fedor vs Jahve Eftir sterka sigra gegn Gretti Sterka, King Kong, T. Rex og Verðbólgudraugnum setti Fedor punktinn yfir i-ið og tryggði sér titilinn “skapari himins og jarðar” af Jahve “Guð” Almáttugum. Verður það að teljast ansi góður árangur þar sem Jahve hafði haldið þessu beltí lengur en nokkur annar, ca. 6.000 ár.

Ekkert hefur verið gefið upp um hvort rematch sé í kortunum, en talsmenn fyrrum nemanda Guðs, Lúsifer “Lygaprins” segja engan fót fyrir þeim sögusögnum að hann hugsi sér að skora á Fedor, en Guð hafði einmitt verið sakaður um að hafa duckað Lúsifer undanfarnar þúsaldir.

“Hann er kannski holdgervingur hins illa en hann er ekki heimskur strákurinn” sagði Guð þegar útsendarar Huga.is höfðu samband við hann. “Hann á ekki séns í Fedor, ekki meðan ground-gameið hans er ekki betra en það er”

Gunnar Nelson með MMA námskeið í Mjölni 24.-25. janúar (3 álit)

Gunnar Nelson með MMA námskeið í Mjölni 24.-25. janúar Helgina 24.-25. janúar verður Gunnar Nelson með MMA æfingabúðir í Mjölni.

Æfingarnar eru frá kl. 13:00-15:00 báða dagana.

Verð:
5.000 kr. báðir dagarnir
3.500 kr. annar dagurinn

Það er takmarkaður fjöldi á námskeiðið þannig að ef menn vilja tryggja sér pláss þá ættu þeir að gera það sem fyrst.

Skráning fer fram í Mjölni við Mýrargötu 2, Símar: 534 4455 og 692 4455.

Hér er plakatið á stærra sniði:
http://www.internet.is/nelson/mjolnir/Gunnar-Nelson-jan08.jpg

Grímnir Bujinkan Ninjutsu (6 álit)

Grímnir Bujinkan Ninjutsu …Og sælt veri fólkið,

Nú er aldeilis verið að fjölga í flokknum og - þó plakatið gefi ekki heildarmyndina til kynna - búið að bæta við miðvikudagsæfingum kl. 20:00, en einnig stendur til að koma föstudögum/-kvöldum á kortið bráðlega.

Æfingagjöldin mun þó haldast sem 6 þúsund krónur á mánuði.

Þeman hjá okkur verður nokkuð í samræmi við ársáætlun Honbu Dojo í Japan, en nú skal einblína á samræmingu líkama og vopns (Ken Tai Ichi Yo) þar sem Soke Hatsumi vill að líkamstilburðir Taijutsu ásamt Kenjutsu sverðlist liggi í fyrirrúmi.

Það og margt fleira í gangi; Gyokko Ryu stíllinn, stuttstafsnotkun Hanbojutsu og hreyfiaðferðir Taihenjutsu Ukemi Gata. Nóg að gera…;-)

Kv,

D/N

UFC 93 á laugardaginn í Dublin (11 álit)

UFC 93 á laugardaginn í Dublin Jæja, UFC 93 fer fram í Dublin á Írlandi núna á laugardaginn 17. janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem UFC fer fram í Dublin og kominn tími til. Ef ég man rétt rekur Dana White einmitt ættir sínar þangað. Cardið er helvíti flott og Joe Silva á heiður skilið fyrir þetta matchup. Rich Franklin gegn Dan Henderson er aðal bardagi kvöldsins. Rick fyrir UFC meistari og ég held ég fari rétt með þegar ég segi að Dan Henderson sé eini MMA titilhafinn í sitthvorum þyngdarflokkum, annars vegar í Pride (léttþungavikt, 205) og hins vegar í UFC (millivigt, 185). Hinn aðalbardaginn er auðvitað rematch The Hammer og Shogun. Miðað við hvernig síðasti bardagi þeirra fór þá hugsa ég að margir séu ekki síður spenntir fyrir þessum bardaga. En hér er cardið:

Rich Franklin Vs. Dan Henderson
Mark Coleman Vs. Mauricio Rua
Alan Belcher Vs. Denis Kang
Jeremy Horn Vs. Rousimar Palhares
Marcus Davis Vs. Chris Lytle

Undercard:
Martin Kampmann Vs. Alexandre Barros
Eric Schafer Vs. Antonio Mendes
Tomasz Drwal Vs. Ivan Serati
Tom Egan Vs. John Hathaway
Dennis Siver Vs. Nate Mohr

Ég ætla að spá þessu svona:
Henderson með KO
Rua með TKO (ekki subbar hann gamla manninn en gæti samt rotað hann.Held samt að þetta verði TKO)
Ætli maður segi ekki bara Belche á dómaraúrskurði
Palhares með submission
Svo held ég að bandaríski Írinn Davis klári Lytle þetta með TKO.

Verður maður síðan ekki að halda með Dananum? Kampmann með submission.
Schafer með dómaraúrskurði.
Drwal Vs. Serati. Common, menn með viðurnefnin “Gorilla” og “Il Terribile”! Hljómar óneitanlega eins og Alien vs. Predator. Ok, gefum bara górillunni þetta, væntanlega með submission eða GnP!
Egan Vs. Hathaway = Tom Egan er einn besti vinur Gunna í Dublin. Hef sjálfur hitt hann og fylgst með honum á æfingum. Drengur góður og ég verð að spá honum sigri. TKO.
Siver Vs. Mohr = Mohr með submission.

F.F.C. Æfingar hefjast 8.janúar (0 álit)

F.F.C. Æfingar hefjast 8.janúar Byrjenda tímar sem og aðrir tímar hefjast 8.janúar

Kickbox: Þriðju- og fimmtudaga kl 17:00 - 18:00

Bjj 1: Þriðju- og fimmtudaga kl 18:00 - 19:00

Bjj 2: Þriðju- og fimmtudaga kl 19:00 - 20:00 (20:30)

Bjj 1 & 2: Mánudaga kl 19:15

Open Mat: Miðvikudaga kl 19:00 og Laugardagar kl 14:00


Æft er í íþróttamiðstöð grafarvogs, Dalhúsum 2 (stór gulur braggi). Æfingar fara fram í hátiðarsal (efstuhæð, gengið inn um aðaldyr og upp stigann til vinstri. Einnig hægt í kjallarasal á mán- og miðvikudögum)

Bjj 1: Byrjendur (Mæta íþróttafatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í)

Bjj 2: Framhald fyrir þá sem hafa grunn skilning á bjj, helstu stöðum og þess háttar er velkomið að mæta


Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að hafa samband á haralduroli@simnet

Endilega kíkja líka á spjallið okkar www.fjolnirfightclub.tk

Vonast til að sjá sem flesta

Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast 5. janúar (8 álit)

Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast 5. janúar Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast mánudaginn 5. jan. Eins og í vor býður Mjölnir upp á byrjendatíma í Brasilísku Jiu-Jitsu alla virka daga, eða fimm sinnum í viku. Einnig verða hinir geysivinsælu byrjendatímar í MMA kickboxi (MMA-Standup) á þriðjudögum og fimmtudögum.

Myndin að ofan var tekin þegar Renzo Gracie var með námskeið á vegum Mjölnis sl. sumar.

Þormóður tilnefndur sem íþróttamaður ársins (9 álit)

Þormóður tilnefndur sem íþróttamaður ársins Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson er eini einstaklingsíþróttamaðurinn sem tilnefndur er sem íþróttamaður ársins að þessu sinni en útnefningin fer fram í hófi á Grand hóteli Reykjavík föstudaginn 2. janúar. Þormóður er jafnframt fyrsti júdómaðurinn í sextán ár til þess að komast inn á listann. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá kappanum því tveimur vikum áður en Móði keppti í +100kg flokknum á Ólympíuleikunum í Peking fæddist honum frumburðurinn Elías Funi. Að auki varð hann Norðurlandameistari á árinu og í þriðja sæti á Opna breska meistaramótinu. Þormóður býr sig nú undir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer um mánaðarmótin ágúst/september á næsta ári.

Georges St-Pierre valinn íþróttamaður Kanada (9 álit)

Georges St-Pierre valinn íþróttamaður Kanada UFC Veltivigtarmeistarinn Georges St-Pierre var í gær, 22. desember 2008, valinn íþróttamaður Kanada með miklum yfirburðum en hann hlaut 89% atkvæða í kjörið.

Og það voru engir aukvisar sem St-Pierre ýtti aftur fyrir sig í kjörinu því ásamt honum voru tilnefndar stjörnur eins og NHL hokkístjarnan Jarome Iginla og fyrirliði Calgary Flames sem jafnframt varð á sínum tíma fyrsti blökkumaðurinn til að bera fyrirliðaband í NHL. Iginla var í gullverðlaunaliði Kanada á Vetrar Ólympíuleikunum 2002 og á tímabilinu 2007-2008 skoraði hann 50 mörk fyrir liðið sitt sem var í annað skiptið á ferlinum sem hann gerir það. Þess má geta að Iginla var valinn verðmætasti leikmaður NHL af leikmönnum deildarinnar fyrir nokkrum árum.

Annað stórt nafn sem laut í gras fyrir St-Pierre var hafnaboltastjarnan Justin Morneau sem leikur í Bandaríkjunum og var valinn American League Most Valuable Player fyrir tveimur árum og varð fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Home Run Derby í ár.

Þá má nefna tennsistjörnuna Daniel Nestor sem varð Wimbledonmeistari í ár í tvíliðaleik (sigraði einnig Hamburg Masters og Queen's Club Championships). Þess má geta að Nestor vann í fyrra til tvöfaldra gullverðlauna á Australian Open sem og gullverðlaun French Open. Þá vann hann til gullverðlauna á US Open 2004 og gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Sidney 2000.

Síðast en ekki síst sigraði St-Pierre hina gríðarvinsælu Chantal Petitclerc en hún er þekkasti fatlaðasti íþróttamaður Kanada með 14 ólympíugull, 5 silfur og 2 brons þ.a. 5 gull á Ólympíuleikunum í ár í Beijing og 5 gull á Ólympíuleikunum 2004 í Aþenu.

St-Pierre sagði eftir kjörið það vera mikinn heiður að hljóta þessi verðalaun fyrstur MMA manna. Hann óskaði jafnframt hinum tilnefndu íþróttamönnum til hamingju árangur sinn og sagði vera frábæra fulltrúa íþrótta sinna sem gerði þetta val sér enn meiri heiður en ella.

UFC 92 THE ULTIMATE 2008 (11 álit)

UFC 92 THE ULTIMATE 2008 UFC 92 THE ULTIMATE 2008 þann 27. desember í MGM Grand Garden Arena í Nevada.

Forrest Griffin vs. Rashad Evans
Antonio Rodrigo Nogueira vs. Frank Mir
Wanderlei Silva vs. Quinton Jackson

Eigum við að ræða það eitthvað?!!

Aðrir bardagar á cardinu:
CB Dollaway vs. Mike Massenzio
Cheick Kongo vs. Mustapha Al-Turk
Yushin Okami vs. Dean Lister
Antoni Hardonk vs. Mark Burch
Matt Hamill vs. Reese Andy
Ryo Chonan vs. Brad Blackburn
Dan Evensen vs. Pat Barry
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok