Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.895 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.254 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Seoi-Nage (24 álit)

Seoi-Nage Svakaleg flott Seoi-nage.
Fyrir þá sem ekki vita er það Judo bragð

Kominn aftur til UFC (1 álit)

Kominn aftur til UFC Dramanu kringum CroCop og UFC ætlar aldrei að linna. Samkvæmt fréttum fréttum nú hefur kappinn snúið aftur til UFC og skrifað undir þriggja bardaga díl. Hann mun sennilega mæta Junior dos Santos í Dallas þann 19. september í UFC 103. UFC var það umhugað að fá CroCop aftur til UFC að Lorenzo Fertitta flaug víst sjálfur til heimabæjar Króatans í Zagreb til að ganga frá málum. Dana White kennir umboðsmanni CroCop, Ken Imai, um allt fjaðrafokið í kringum þetta mál undanfarið og vandar Japönum ekki kveðjurnar frekar en honum einum er lagið. Nánar hér á MMA Weekly

Æfingabúðir með Gunnari Nelson 10. og 11. júlí (1 álit)

Æfingabúðir með Gunnari Nelson 10. og 11. júlí MMA og BJJ-Nogi ÆFINGABÚÐIR MEÐ GUNNARI NELSON

Aðra helgina í júli verður Gunnar með æfingabúðir í Mjölni.

FÖSTUDAGUR 10. júlí
Mixed Martial Arts
18:00-20:00


LAUGADAGUR 11. júlí
Brazilian Jiu Jitsu NoGi
13:00-16:00


MMA = 4.500 kr.
BJJ NoGi = 6.000 kr.
Allur pakkinn = 8.000 kr.


Æfingabúðirnar eru opnar öllum.

Skráning í afgreiðslu Mjölnis er hafin! Nánari upplýsingar í símum Mjölnis, 692 4455 og 534 4455



Gunna þarf varla að kynna, en hér fyrir neðan sjáiði helsta árangur hans síðustu 3 árin:

MMA
5 sigrar og ekkert tap sem atvinnumaður í MMA

BJJ-Nogi-Grappling
Silfurverðlaun á Heimsmeistaramótinu 2009
Gull- og bronsverðlaun á New York Open 2009
Gullverðlaun á Pan American 2009
Gull- og silfurverðlaun á Norður-ameríska meistaramótinu 2008
Þrenn gullverðlaun á Íslandsmeistaramótinu 2008
Gullverðlaun á Opna breska meistaramótinu 2008
Gullverðlaun á Opna meistaramótinu í Hawaii 2008
Tvenn gullverðlaun á Opna írska meistaramótinu 2007
Tvenn gullverðlaun á Mjölnir Open 2007

Masac 8-Man Pro Elimination Tournament (4 álit)

Masac 8-Man Pro Elimination Tournament Ég tók þátt í Pro Kickbox keppni 13. Júni í Newcastle í Englandi.

Ég mætti frakka í fyrsta bardaga minn og tapaði því miður (split decision 2-1). Ég var samt alveg viss um að ég hefði unnið þegar bardaginn var búinn. En þetta var hreinlega bara ekki minn dagur og voru margir factorar sem spiluðu inn. Ég hafði ekki étið í 8 klukkutíma (sennilega útaf stressi) og performaði bara 50% útaf ýmsum venjulegum og óvenjulegum ástæðum. Reikna með að það gerist ekki aftur.

Myndbandið má nálgast hér.

http://www.p4tv.com/player/player.php?video=http://www.nwk.co.uk/video/8-man-elim//8man-elim-f3.flv&msg_id=555&hit=57&server=0

Þið getið gáð hvort ykkur finnst ákvörðunin vera rétt eða ekki :)

Gunnar Nelson á Mundials 2009 (4 álit)

Gunnar Nelson á Mundials 2009 Nokkrar myndir af Gunna á Mundials komnar inn á http://combat.blog.is. Fleiri munu vonandi bætast þarna við fljótlega.

ISR-Matrix 20.-21. júní (4 álit)

ISR-Matrix 20.-21. júní Námskeið verður haldið í ISR-Matrix handtöku- og yfirbugunarkerfinu í Mjölni dagana 20.-21. júní, kl. 12-16. Námskeiðið er ætlað öryggis- og dyravörðum en kerfið er sér hannað fyrir hermenn, lögreglur, sérsveitir, dyra- og öryggisverði í USA. Kerfið hefur hlotið gríðarlega góða viðtökur og er af mörgum talið bylting í þessum bransa.

Kennarar eru Jón Viðar og Daníel Örn en þeir hafa báðir hlotið kennsluréttindi í kerfinu.

Verð er kr. 9.500 og skráning fer fram í síma 862 0808. Takmarkaður fjöldi.

Nánari upplýsingar um kerfið má finna á vefslóðinni. http://www.isrmatrix.com

Mjölnir Open 4 (0 álit)

Mjölnir Open 4 Góð mæting var á Mjölnir Open mótið sem haldið var í dag. Keppendur mættu frá fimm félögum; Mjölni, Fjölni, Sleipni, Pedro Sauer og JR. Alls voru um 40 keppendur á mótinu og góð stemmning á pöllunum.

Sigurvegarar mótsins í karla og kvennaflokkum voru Árni Ísaksson og Sólveig Sigurðardóttir. Árni vann -88 kg flokkinn og opna flokkinn. Sólveig vann opin flokk kvenna.

Sjá nánar á http://mjolnir.is/wordpress/?p=185

Mjölnir Open 2009 þann 23. maí (0 álit)

Mjölnir Open 2009 þann 23. maí Mjölnir Open 2009 verður haldið laugardaginn 23. maí í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur í Ármúla.
Þetta eru þyngdarflokkarnir:

Karlar
+99
-99
-88
-77
-66
Opinn

Konur
+67
-67
-60
-55
Opinn

Nýr gestaþjálfari til Mjölnis (7 álit)

Nýr gestaþjálfari til Mjölnis Kenny Baker yfirþjálfari hjá SBG South West í Englandi kemur til landsins á miðvikudaginn og verður gestaþjálfari hjá Mjölni næstu tvær vikurnar. Kenny er brúnt belti í BJJ sem jafnframt hefur keppt sem atvinnumaður í MMA. Á sínum yngri árum keppti hann reyndar einnig og vann til verðlauna í Kickboxi, Karate (svart belti) og boxi. Kenny æfir reglulega út um allan heim með heimsklassa atvinnumönnum bæði í BJJ og MMA. Koma hans hingað til lands er því mikill fengur fyrir Mjölni en auk þess að kenna í Mjölni mun Kenny taka þátt í undirbúningi Gunnars Nelson fyrir heimsmeistaramótið í BJJ sem fer fram í byrjun júní. Á myndinni má sjá Kenny (í bol) glíma við engan ófrægari en Eddie Bravo en þessi mynd var tekin fyrir UFC 70 í Manchester.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok