Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.895 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.254 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

James Davis er byrjaður að þjálfa hjá Mjölni (0 álit)

James Davis er byrjaður að þjálfa hjá Mjölni James Davis er einn af aðalþjálfurum Mjölnis. James er brúnt belti i Jiu Jitsu og hefur víðtæka reynslu úr MMA. James er fær á öllum sviðum, standup-clinch-ground.

James er vinsælasti þjálfari Mjölnis frá upphafi enda frábær þjálfari!

Vitilji og Árni (4 álit)

Vitilji og Árni Nýr þjálfari bætist í hópinn!

Vitilji

Yfir 16 ára reynsla í Muay Thai Með yfir 100 Muay Thai bardaga Hefur m.a þjálfað Evrópumeistara og K-1 contendera Án efa einn allra besti Muay Thai þjálfarinn á Íslandi í dag.

Einnig hefur Viggó sem er öllum kunnugur úr kickboxinu bæst í þjálfarahóp Combat Gym.

Fleirri “leyniþjálfarar” verða kynntir síðar :)

Stækkun Mjölnis (3 álit)

Stækkun Mjölnis Þá er framkvæmdum við stækkunina í Mjölni lokið. Salurinn er orðinn glæsilegur og búinn öllum helstu tækjum og tólum, búri of fleiru. Smellið hér til að sjá myndir af nýju aðstöðunni.

Ég (1 álit)

Ég Mynd af mér í GSP búningnum mínum, er ég ekki töff?

Byrjendnámskeið Mjölnis 2010 (9 álit)

Byrjendnámskeið Mjölnis 2010 Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast 04.01.2009 kl. 20:00

Skráning í síma 534-4455/692-4455 eða á mjolnir@mjolnir.is

Árni tapar á dómaraúrskurði (11 álit)

Árni tapar á dómaraúrskurði Árni Ísaksson tapaði á laugardaginn naumlega fyrir Luis “Besouro” Dutre Jr. Bardaganum hefur verið lýst sem svakalegri skemmtun og hníjöfnun og tæpt hver myndi fá sigurinn frá dómurunum. Árni er stiginn upp úr langvarandi meiðslum og greinilega kominn sterkari til baka. Það verður gaman að sjá hvað hann á eftir að gera í framhaldi af þessum bardaga.

Sigurvegarar í opnum flokki karla (17 álit)

Sigurvegarar í opnum flokki karla Á Íslandsmeistaramótinu í brasilísku jiu jitsu 2009. (Ingþór - Gunnar - Sighvatur) eiga þetta innilega skilið.

Sveppi og Auddi í Mjölni (8 álit)

Sveppi og Auddi í Mjölni Þeir Sveppi og Auddi mætti í Mjölni í dag og fóru m.a. í einkatíma hjá Gunna. Þeir eru áhugasamir um íþróttina og fengu hraðnámskeið í öllum helstu brögðunum. Að æfingu lokinni voru þeir svo teknir í smá iron-man glímu að Mjölnis sið ;) Auk þess fór Gunni upp í studeo til þeirra.

Þeir munu halda áfram að fylgja Gunna eftir næstu daga og ekki er ólíklegt að þeir láti sjá sig á Íslandsmótinu um helgina. Þátturinn verður svo sýndur á föstudaginn í næstu viku.

Kyle Maynard (11 álit)

Kyle Maynard Kyle Maynard á ferðini hérna hefur gert góða hluti í wrestling en átti aldrei séns í MMA

11 ný belti í Mjölni, þar af eitt fjólublátt! (0 álit)

11 ný belti í Mjölni, þar af eitt fjólublátt! Í gær var stór dagur hjá Mjölni. Fyrst mættu um hundrað manns á æfingu kl. 18:00 þar sem alls ellefu manns voru látnir þreyta “Iron-man” þolraun þar sem þeir glímdu við nýja og ferska æfingafélaga í um tuttugu mínútur hver án þess að fá hvíld. Að því loknu var tíu þeirra gefið bláa beltið og sá ellefti, Sighvatur Helgason, fékk fjólubláa. Sighvatur er aðeins 17 ára og eins og flestir muna þá keppti hann í fullorðinsflokk á Opna Skandinavíska þar sem hann fór með sigur úr bítum.

Á myndinni eru þeir sem fengu beltin ásamt þremur þjálfurum. Á myndina vantar Tómas Gabríel sem fékk blátt belti í gær. Á myndinni eru eru:
Efri röð: Vignir Már (blátt), Sigurjón Viðar (blátt), Sighvatur (fjólublátt), Stefán Geir (blátt), Jósep Valur (blátt), Axel (blátt) og Pétur Marinó (blátt).
Neðri röð: Tómas Hrafn (blátt), Daníel (þjálfari), Bjarni (þjálfari), Gunnar (þjálfari), Halldór Már (blátt) og Davíð (blátt).


Við óskum þessum nýju blá- og fjólublábeltingum til hamingju með árangurinn.

Eftir æfinguna tilkynnti stjórn Mjölnis að von væri á James Davis aftur til Mjölnis. James er félagsmönnum vel kunnugur og kenndi þrjá mánuði hjá félaginu við miklar vinsældir í fyrra. Nú stefnir hann á að vera í a.m.k eitt ár.

Stórtíðindi kvöldsins voru svo að Mjölnir er að fara að stækka! Við höfum tryggt okkur húsnæðið við hliðina á okkar húsnæði og fáum það afhent um mánaðarmótin. Þá tökum við niður veggina og klárum að innrétta í desember ef vel gengur. Þetta er meira en 50% stækkun á æfingaplássinu!

Mjölnir er því stærsta MMA gym á Íslandi með:

* 550m2 gym.
* Tveir stórir salir. Sem hægt er að sameina í einn risa sal.
* Alvöru keppnisbúr (octagon)
* Fullkomin aðstaða fyrir réttstöðu, hnébeygju og bekkpressu.
* 200 Ketilbjöllur
* Pro aðstaða fyrir MMA
* Stór Clinch veggur
* Ótal önnur æfingartæki tengt bardagaíþróttum og functional strength
* Gufubað
* Búningsklefar og sturtur
* Setustofa með flatskjá þar sem hægt er að horfa á alla helstu MMA og BJJ viðburði.

Sjá nánar frétt á vefsetri Mjölnis.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok