Tímabilið 2005-2006 var fyrsta tímabilið mitt í úrvalsdeild með Leyton Orient og dómararnir voru að gera mig brjálaðan. Markvörðurinn minn t.d. fékk 3 rauð spjöld, en hann hafði aldrei fengið rautt áður á ferlinum (og aldrei eftir þetta tímabil heldur). Leikmennirnir mínir fóru í hvert bannið á fætur öðru og margir leikir töpuðust með einu marki úr víti.
Ég áfrýjaði fjölmörgum dómum og á endanum kom sú frétt að ég væri ekki sáttur við hversu lélegir dómarar væru alltaf settir á mína leiki. Síðan kom þessi leikur, og réttlætinu var fullnægt :D
Þess má til gamans geta að Keane fékk ekki “nema” 13 gul spjöld þetta tímabil, og 1 rautt.