Gamanleikritið Lík í óskilum sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Fannst nafnið ekkert sérstaklega heillandi og hélt því að þetta væri léleg tilraun til að vera fyndið leikrit. En vááá, ég hef sjaldan eða bara aldrei hlegið svona mikið í leikhúsi :) Mæli tvímælalaust með þessu snilldar leikriti:)
Þessi mynd er úr myndinni A Streetcar Named Desire sem er upprunalega leikrit eftir Tennessee Williams. Það er skrifað árið 1947 og vann Pulitzer verðlaunin. Myndin kom út 1951.
Á myndinni eru Vivien Leigh sem Blanche DuBois og Marlon Brando sem Stanley Kowalski.
Ég las þetta leikrit í ENS403 og varð gjörsamlega ástfangin, það er alveg frábært! Ég mæli með því :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..