Wake Me Up, söngleikur með sítt að aftan verður frumsýndur þann 8. maí. Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson Tónlistarstjórn: Arnór Vilbergsson Danshöfundur: Sigyn Blöndal Handrit: Hallgrímur Helgason
Skammlaust plögg: Fumsýndur var um helgina gamanleikurinn “39 1/2 vika” eftir Hrefnu Friðriksdóttur og er sýndur í Möguleikhúsinu við Hlemm. Nánari upplýsingar á hugleikur.is
Mynd úr einu af fyndnasta atriðinu úr þessu frábæra leikriti eftir Anthony Neilson. Leikritið fjallar um hvernig hugur manneskju sekkur dýpra og dýpra í geðveiki. Fyrri hlutinn er rosalega fyndinn, en seinni hlutinn er meira alvarlegur þar sem við fylgjumst með aðalpersónunni inni á geðspítala.
Verkið er einstaklega fyndið en talar á sama tíma til manns og sýnir mann heim geðveikinnar. Frááábært leikrit.
Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi kynnir “Algjör Draumur” sem verður frumsýnt í Bíóhöllinni á Akranesi 29.feb 2008. Höfundur og Leikstjóri er Gunnar Sturla Hervarsson, Tónlistarstjóri er Flosi Einarsson og Danshöfundar eru Þórdís Scram og Sandra Ómarsdóttir.
Í Aðalhlutverki er Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir en hún sigraði söngkeppni framhaldsskólanna árið 2006.
Stórglæsilegur söngleikur sem óhætt er að mæla með að sem flestir kíkji á.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..