Gleymt lykilorð
Nýskráning
Hljóðfæri

Hljóðfæri

7.027 eru með Hljóðfæri sem áhugamál
113.284 stig
384 greinar
39.628 þræðir
105 tilkynningar
4.188 myndir
968 kannanir
254.447 álit
Meira

Ofurhugar

HoddiDarko HoddiDarko 1.490 stig
Diddii Diddii 1.040 stig
Tjeko Tjeko 966 stig
negrasvikari negrasvikari 832 stig
Noisemaker Noisemaker 826 stig
Addni Addni 820 stig
HlynurS HlynurS 814 stig

Stjórnendur

Ibanez roadstar ll sreies 1983 (11 álit)

Ibanez roadstar ll sreies 1983 Tók einn gamlan Ibanez roadstar ll sreies 1983 og endursprautaði í Tobacco Sunburst.
Gítarinn var illa farinn og fyrrverandi eigandi var búinn að pússa framhliðina þegar ég fékk hann.
Fleiri myndir á
http://s1189.photobucket.com/albums/z422/hansragnar/Ibanez%20roadstar%20series%20ll%201983/

Jólagjöfin í Ár (4 álit)

Jólagjöfin í Ár Klárlega langbesta jólagjöf sem ég hef fengið

FBass hálsmen sem kærastan lét smíða handa mér :)

Lét smíða það eftir mynd af FBass (samt ekki endinlega mínum, en hér er minn http://images.hugi.is/hljodfaeri/107729.jpg)

Nokkur verkefni annarinnar. (18 álit)

Nokkur verkefni annarinnar. Þetta eru nokkur af þeim verkefnum sem ég er búinn að dunda mér við yfir önnina úti í gítarsmíðanáminu í MI. Þetta eru þó alls ekki öll verkefnin en megnið af önninni fór í að læra hvernig ætti að gera hinar ýmsu viðgerðir og að banda upp allskonar mismunandi hálsa. Næsta önn fer svo aðallega í smíðar, en þá mun ég klára 2 rafgítara. Á þriðju önninni mun ég svo smíða kassagítar frá grunni.

Frá vinstri:

- Warmoth maple Tele háls sem ég keypti af Brooks fyrir þó nokkru síðan. Ég setti nýtt finish á fingraborðið og ný bönd í hann.

- ‘Practice’ háls úr maple, rósaviðar fingraborð, hvít binding og maple inlay punktar. Þennan háls smíðar maður bara til þess eins að læra á vélarnar, það er ekkert truss rod í hálsinum svo hann er svo til ónothæfur sem háls.

- ‘Project’ háls úr maple, maccassar (striped) ebony fingraborð, cream binding og mother of pearl inlay punktar. Þetta er svo hálsinn sem ég mun setja á fyrsta gítarinn sem ég smíða hérna úti. Það borgar sig greinilega að fá að gera eitt æfinga eintak áður en maður smíðar þennan, en hann kom betur út en practice hálsinn. Hálsinn verður svo alveg svartur þegar ég lakka hann.

- Þarna er svo smá bútur sem ég sagaði af framhlið æfingahálsins.

- Pickup template úr trefjaefni (fiberboard).

- Tele ‘Baricaster’ Baritone gítar. Þetta er búkurinn sem Brooks var að selja hér fyrir e-m mánuðum, ég veit ekki frá hverjum búkurinn er upprunalega en hann er ekki merktur neinstaðar. Búkurinn er úr ash með flamed maple toppi. Hálsinn er svo úr maple með maple fingraborði, 6150 bönd og graphtech nut. Pickupinn í honum er Seymour Duncan Little ‘59, 1 volume takki og pickguard frá Warmoth. Ég bæsaði hann allan með bæsi sem er blandað í skólanum, kallað Boner Suckin’ Sauce (það er geymt í dollu af Bone Suckin' Sauce sem varð fyrir barðinu á fyndni). Ég nota DR DDT 13-65 strengi í hann og stilli (yfirleitt) í A-E-A-D-F#-B.

- Body template úr trefjaefni, svona mun búkurinn vera mótaður á fyrsta gítarnum. Mig langaði að gera e-ð öðruvísi og leika mér aðeins með hönnunina svo ég gerði það :) flestir í bekknum eru að búa til Tele eða Strat eftirlíkingar, ég vildi prófa e-ð nýtt þar sem ég smíðaði Telecaster á smíðanámskeiðinu hjá Gunnari Erni. Búkurinn verður svo úr mahogany með walnut toppi, cream binding, 2 humbucker-ar sem yfirkennarinn Lance Alonzo ætlar að vefja fyrir mig, þeir verða svolítið PAF-legir (Lollar Imperial), 2 volume og 1 tone, 3 way toggle switch, Nashville Tune-o-matic brú og smá chamber í búknum. Búkinn ætla ég líka að mála alveg svartan í stíl við hálsinn. Hardware verður flest allt úr nickel og pickguardið cream.



Þetta er mjög skemmtilegt nám og krefjandi, en stór hluti bekkjarins náði ekki að klára öll skilaverkefni á réttum tíma. Kennararnir eru allir rosalega færir smiðir og hjálpsamir.

Ef þið hafið einhverjar spurningar út í námið eða annað er ég alveg til í að svara þeim ef ég get :)


Annars vil ég bara óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið njótið vel yfir hátíðirnar!

Kv Daníel Smári.

G&L ASAT Deluxe (11 álit)

G&L ASAT Deluxe Var að fá þennan frá USA. Snilldar græja.

Pearl (10 álit)

Pearl Hér er trommusett sem ég var að fjárfesta í, langaði að læra á trommur og ákvað bara að kaupa sett :D Pearl Export, veit eiginlega ekkert um það nema það var einu sinni í eigu trommarans í Shogun. Á eftir að kaupa cymbala.

Gibson Les Paul Standard (14 álit)

Gibson Les Paul Standard Var orðin leiður á hinni myndini þannig ákvað að skella einni af minum:
Hérna er mynd af Gibson Les Paulinum mínum
þetta er semsagt Gibson les paul standard og hann er 2006 módel og ef þið viljið vita eihvað fleira þá spurjiði bara ;)
já myndin er frá fyrri eiganda náði ekki að setja mína inn..

gítar með 36 fret (12 álit)

gítar með 36 fret lulzað, frekar gagnslaust samt. Held að það sé erfitt að spila eitthvað af vita á 32-36 fret

Jackson RR5fr (3 álit)

Jackson RR5fr Glænýr Jackson beint frá guitar center

Specs:

Alder-, Neck-thru body
Maple háls
Seymour Duncan JB SH4 Humbucker í bridge
og Jazz SH2N í neck
MOTO sharkfin inlays
22 jumbo frets
Floyd Rose FRT 02000 double-locking 2-Point Tremolo
Volume, volume, tone, og three-way switch
Svart hardware

Korg sinnum tveir (7 álit)

Korg sinnum tveir Hér eru tveir synthar úr safninu mínu, sá stærri er gamall Korg Delta analogsynth sem ég var bara að eignast í gær og litla kvikindið sem liggur ofaná honum er Korg Monotron analogsynth.

Korg Delta er bæði pólýfónískur synth og strengjasynth og það er hægt að blanda þessu tvennu saman eða taka synthann og strengjadæmið út um sitthvort outputtið ef maður vill, þessi græja er tussufín í að herma eftir tildæmis Hammondorgelum og strengjahlutinn af henni alveg steinliggur fyrir danstónlist eða diskó, ég hef eytt alveg óratíma í að forrita hugbúnaðarsyntha til að ná fram svipuðum hljóðum og ég þurfti bara að kveikja á þessari græju til að ná fram, Þessi synth hljómar reyndar aðeins of soft til að notast í harðar bassalínur en ég á aðra syntha sem sjá um svoleiðis, þetta er samt assgoti mögnuð græja.

Litli Korg Monotron synthinn eru bestu græjukaup sem ég hef nokkurntíman gert og ég held að allir hljóðfæraleikarar gætu fundið not fyrir svona græju, fyrir utan að vera ágætur smávaxinn analogsynth þá er í honum helvíti skemmtilegur filter sem er hægt að nota við nánast hvaða hljóðfæri sem er, ég hef keyrt gítar, bassa og hljómborð gegnum hann með góðum árangri, með þessum filter getur maður tildæmis búið til filterað tremelósánd sem fer frá því að vera hægara en nokkur gítarmagnari getur framleitt og upp í það að fara svo hratt að það sem fer í gegnum hann hljómar eins og mússíkalskur utanborðsmótor..

Það er hægt að fá svona Monotron syntha fyrir innan við 10.000 kall frá bretlandi (Ég sá svona auglýstann á 50 pund) og að mínu mati ættu tildæmis allir sem fást eitthvað við upptökur að eiga svona.

Epiphone (9 álit)

Epiphone Fyrst það koma engar myndir inn á þetta áhugamál, þá hef ég ákveðið að senda inn nokkrar myndir frá gítarsýningu sem ég fór á í Kópavogi í fyrra. Hérna er gourmet fallur Epiphone, minnir að hann sé frá 1930-40.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok