Þessar stangir eru 40-50 ára gamlar, ef ekki mun eldri, þær fundust á Kársstöðum og fékk ég leifi til þess að taka þær með mér og nota þar sem ég er sú eina þarna(reyndar bara fyrrum stjúpdóttir bóndans) sem er í hestum í dag.
Þessar stangir voru notaðar upp í hest sem við vorum með í hagagöngu, með þessum stöngum réð ég ágætlega við hann en svo fór einhver að rífast yfir þeim og lét okkur hafa tvískiptmél og sagði okkur að nota. Þá rauk klárinn og grítti mér illa af, eftir það var hann sendur í slátur eða allavega burt..
Þokki minn tók eitthvað kast grítti mér bara af og rauk mikið, ég mátaði stangirnar á hann, inni í gerði eftir að hafa látið hann éta með þær og þá var hann hreinlega barnvænn, hesturinn sem aldrei freiddi eða japlaði á mélum bruddi mélin í kyrrstöðu og var rosalega sáttur. Að geta farið heilan reiðtúr á feti var hreinlega æðisleg breyting þar sem klárinn var farinn að rjúka heilu reiðtúrana þar sem hann var kominn í þvílíkt form. Ég var aldrei að taka á stöngunum, taumurinn var oftast slakur og keðjan í síðustu götunum, en hinsvegar gat ég tekið aðeins meira í hann ef hann óhlíðnaðist svo, stangirnar björguðu málunum gjörsamlega.
Seinna reyndi ég að nota aðrar stangir þar sem einjárnaðar stangir eru bannaðar í keppni en Þokki var bara ekki tilbúinn að sætta sig við þær, beit mélin föst og hristi til dæmis, gaf sig bara ekki almennilega, en sættist við hálfstangir að lokum.
En þetta er orðið nógu langt, í raun eru þessar stangir bara dýrgripur og verða aldrei seldar, ef eigandinn áhveddi að selja þær fengi ég örugglega þær auðveldlega, en þessar stangir eru bara ekki verðmetanlegar =)