Veit ekki hvernig myndin sést en allavega þá er þetta jarpi 4v. stóðhesturinn Bruni frá Skólbrekku. Þrátt fyrir að vera aðeins 4v. þá flaug Bruni í 1. verðlaun þegar hann var sýndur á Sauðárkróki núna um daginn og hlaut t.d. 8,3 fyrir hæfileika og 8,16 í aðaleinkunn.
Á bakvið Bruna eru tveir feikisterkir foreldrar. Föðurinn þarf ekki að kynna fyrir neinum, Kveik frá Miðsitju og móðirin er Dagrún Dagsdóttir frá Skjólbrekku 1.verðlauna meri með 8,6 fyrir hæfileika (9,5 fyrir tölt)
Ég hélt tvem merum undir Bruna í fyrra og er búinn að fá eitt jarpt hest folald en held því miður að hin merin sé geld en bist sterklega við að halda 2 undir hann aftur núna í sumar þar sem hann verður i girðingu heima hjá mér eftir Landsmót.
Svona til gamans má geta að mágur hennar mömmu á þennan hest og þess vegna hef ég sérstakan áhuga á honum og svo dæmdist hann líka helvíti vel um daginn auk þess að vera með eindæmum geðgóður og þægilegur í umgengi. Endilega fylgist með þessum hest í framtíðinni, held að þetta sé efni í mikinn meistara.