Fyrri myndin tekin snemma síðasta sumar minnir mig, kannski 14 maí 2008 og hin 9. mars 2008.
Þarf ekkert að benda mér á að það vanti mynd af mér séð framanfrá eða af löppunum, ákvað allavega að henda þessu inn!
Sýnist menn vilja vita hvað maður á í
bekk, réttstöðu og hnébeygju
Bekkur: er ekki viss hvað ég maxa þar en síðast þegar ég var að taka þungt (fyrir mig) var ég með 3x100 þreyttur, er núna í meira pumpi svo ég veit ekki hvað ég get í dag.
Hnébeygja, hef mest tekið 5x145 kg minnir mig en það er töluvert síðan og æfi hnébeygjuna öðruvísi og betur núna, þetta hafa líklega ekki verið nógu djúpar lyftur, er að taka töluvert léttara og oftar núna.
Réttstaða: 190 kg mest einusinni einhverntíman fyrir áramót, hef ekki maxað síðan, þyngsta sem ég hef tekið 5 sinnum var 170 kg.