Dagur heilags Patreks (Saint Patrick's Day) er tengdur við allt sem er írskt, heppni, regnboga, búálfa, smára og allt grænt og gyllt. Hann er haldinn hátíðlegur til að minnast dauða heilags Patreks en er meira og minna afsökun til að drekka sig haugfullan. Þrátt fyrir það eru ennþá nokkrir sem nota daginn til að biðja og tengja sig þessum fræga verndardýrlingi Írlands.
Þessi dagur er haldinn hátíðlegur þann sautjánda mars. Þegar írarnir fluttust út um allan heim tóku þeir með sögu sína, trú og hefðir - og þá sérstaklega dag heilags Patreks. Þrátt fyrir að hann hafi verið uppi fyrir um það bil 1600 árum er hann ennþá nærri.
Þetta er besti hátíðisdagurinn á árinu að mínu mati. =)
Top o' the mornin' to ye!