T.Rex (10 álit)
Jæja…loksins kemur mynd með T.rex en ekki bara Marc Bolan. Eins og þið flest vitið lést Marc Bolan í bílslysi 1977, þá 29 ára að aldri. Bassaleikarinn Steve Currie lést árið 1981 í bílslysi í Portúgal. Bongo og Kongas trommuleikarinn Mickey Finn lést svo úr lifraveseni vegna áfengisnotkunar árið 2003. Svo eru einnig meðlimir T.rex Steve Took og Dino Dines dánir. Allveg ótrúlegt hvað fór illa fyrir þessum meistörum. Eini frægi T.rex meðlimurinn sem er á lífi er trommarinn Bill Legend sem er lengst til vinstri á þessari mynd. En allavega þá er þetta uppáhalds hljómsveitin mín.