Gleymt lykilorð
Nýskráning
Golf

Golf

3.340 eru með Golf sem áhugamál
15.096 stig
379 greinar
1.730 þræðir
29 tilkynningar
67 pistlar
634 myndir
591 kannanir
6.654 álit
Meira

Ofurhugar

ProV1 ProV1 1.400 stig
cip cip 1.048 stig
bsk17 bsk17 896 stig
links links 746 stig
axes axes 586 stig
wiss wiss 486 stig
gallbladra gallbladra 450 stig

Stjórnendur

Golf (0 álit)

Golf Tiger Woods vann Buick Invitational mótið með fjórum höggum. Þetta var fyrsta mótið eftir hnéaðgerðina og hann fann eiginlega ekkert til í hnénu og náði að leika frábært golf að undanskildum fyrsta hringnum, það er því augljóst að sigurganga Ernie Els fer bráðum að stopp, allaveg ef hann er að keppa í sama móti og Tiger.

Golf (0 álit)

Golf Hér er Ernie Els að taka við Johnnie Walker bikarnum sem hann vann fyrr í dag. Ernie setti nýtt met á 72 holum þegar að hann lék á -29 undir pari. Ernie setti sama met á US PGA fyrr á árinu þegar hann vann mót á -32 undir pari.

Big Easy er sjóðheitur þessa dagana! Hann hefur unnið 5 mót á árinu og aðeins keppt í 6 mótum. Í eina mótinu sem hann vann ekki endaði hann í öðru sæti.

Golf (0 álit)

Golf Hér er mynd af nýja drivernum frá Ping og heitir hann Ping Si3. Margir bíða eflaust spenntir eftir því að prufa driverinn, því Ping hefur löngum verið þekkt fyrir nýjungar og þá sérstaklega í trékylfum.

Golf (0 álit)

Golf Þetta er Ernie Els eða “Easy” eins og hann er kallaður. Á myndinni er hann að taka við British Open bikarnum. Easy er núna að keppa á Johnnie Walker mótinu á Evrópsku mótaröðinni og leiðir með 9 höggum eftir 54 holur (er samtals á -23 sem er nýtt met). Þegar Els vinnur mótið þá verður það hans 5. sigur í ár!

Ernie Els notaði Taylor Made græjur í fyrra en skipti yfir í Titleist í ár. Hann notar 690MB settið, nýjan driver sem heitir 983, Scotty Cameron pútter og nýjan ProV1x bolta sem kemur á markað í sumar.

Gaman verður að sjá Ernie og Tiger berjast um titlana í ár… ég veðja á minn mann BIG EASY.

Golf (0 álit)

Golf Hér er mynd af Titleist 2000 Tiger Woods Limited Edition pútter og kostar stykkið af þessu $2000.

Golf (0 álit)

Golf Hér er mynd af Oakley Half Jacket-Golf Array sólgleraugunum, en þau kosta $185 og er þar af leiðandi þvílíkt “snobb” (að mínu mati). Persónulega vil ég frekar kaupa eftirlíkingu í Hagkaup á 200kall og eiga afganginn.

Golf (0 álit)

Golf Davis Love III vann AT&T National Pro-Am á Pebble Beach. Hann vann naumlega með einu höggi, en það var Tom Lehman sam veitti honum harða mótspyrnu.

Golf (0 álit)

Golf Hér er mynd af Tom Lehman að horfa á eftir einhverju af höggunum sínum.

Golf (0 álit)

Golf Nýju DFX pútternarnir frá Odyssey. Þessi pútter er 1100 línan og svipar mjög til gömlu góðu Rosie pútterana sem voru mjög vinsælir hér á landi á árum áður. Stykkið af þessu kostar um 110 dal í Edwin Watts.

Golf (0 álit)

Golf Phil Mickelson hrósaði Tiger Woods nýlega í viðtali. Hann sagði að Tiger væri besti golfarinn í dag þrátt fyrir að vera ekki alveg með besta búnaðin (hann átti við að Titleist-vörurs s.s. kylfur og boltar væri betri heldur en sama varan frá NIKE).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok