Þetta er Robert Jan Derksen, en hann sigraði nú um daginn á Dubai desert classic. Hann skaut öllum ref fyrir rass þ.á.m. Eernie Els. Robert er frá Hollandi og er ekki á lista 3.000 bestra kylfinga í heimi. Eina ástæðan fyrir að hann var í þessu móti er vegna þess að Tiger Woods fór ekki og Derksen fór í staðinn fyrir Woods. Svona á að nýta tækifærin :-)
Hér er mynd af nýja drivernum frá Ping og heitir hann Ping Si3. Margir bíða eflaust spenntir eftir því að prufa driverinn, því Ping hefur löngum verið þekkt fyrir nýjungar og þá sérstaklega í trékylfum.
Hinn 26 ára Englendingur Paul Casey leiðir eftir fyrsta hring á Telefonica Open de Madrid. Hann lék á -8 undir pari 63 högg, einu höggi betri en Sergio Garcia. Casey hefur sigrað tvíveigis á European Tour á árinu.
Adam Scott sigraði Deutche Bank mótið með 4 höggum á -20 undir pari. Hann lék mjög vel alla hringina, fékk 3 erni, 18 fugla og aðeins 4 skolla. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA mótaröðinni en annar sigur hans í ár.
Davis Love III reynir að verja titil sinn um helgina á Players Championship mótinu á Sawgrass vellinum. Í fyrra var sigur hans talinn einn sá eftirminnilegasti.
Þessi sandglompa reyndist DananumThomasi Björn erfið og þurfti hann að taka þrjú högg til að komast upp á flötina. Talið er að þetta hafi kostað hann sigurinn í mótinu.
Það eru til alls konar headcover fyrir kylfurnar okkar. Þeir sem vita ekki hver þetta er á myndinni þá er þetta Uncle Sam, en hann var notaður á plakötum þegar Bandaríski herinn vildi fá unga drengi til sín í herinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..