Gaman að lenda í þessu eða þannig...
Sem betur fer gat ég loadað backup af saveinu og haldið áfram, þurfti reyndar að spila 1 mánuð aftur, en það er betra en að spila 15 tímabil aftur
Hér má sjá bandaríska orrustuskipið USS Iowa, fýrandi úr öllum sínum kannónum á æfingu árið 1984.
Iowa var reyndar orðið ansi gamalt og lúið þá. Það var smíðað í upphafi Seinni heimsstyrjaldar, þegar allir helstu sjóhernaðar-spekingar heims héldu ennþá að orrustuskip væru aðal málið.
Það kom hinsvegar fljótlega í ljós, sérstaklega á Kyrrahafinu í bardögum milli Japana og Bandaríkjamanna, að þessir drekar máttu sín lítils á móti radar-útbúnum flugmóðurskipum. Orrustuskip sukku hvert af öðru eftir árásir flugvéla. (Á Miðjarðarhafi sökktu Þjóðverjar meira að segja einu með flugskeyti, eins og bara rétt til að boða nýja tíma).
Engu að síður ákvað Kaninn að halda enn um sinn í þessi síðustu fjögur orrustuskip sín. Þau voru eftir alltsaman hin fullkomnustu og dýrustu í heimi, og ef hægt var að halda flugvélum fjarri, komu þau enn í ágætar þarfir við önnur verk eins og t.d. Kóreu, Víetnam, Persaflóann. Höfðu (eins og myndin sýnir) ofsalegt firepower.
Að sjálfsöðgu voru skipin alltaf "uppfærð" með nýjustu græjum. En við lok Kalda stríðsins, var loks orðið of "blóðugt" að halda þessum gömlu drekum í þjónustu lengur og uppfæra þá meir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..