Gleymt lykilorð
Nýskráning
Final Fantasy

Final Fantasy

2.147 eru með Final Fantasy sem áhugamál
18.388 stig
329 greinar
2.869 þræðir
46 tilkynningar
5 pistlar
1.055 myndir
532 kannanir
37.725 álit
Meira

Ofurhugar

Kupo Kupo 2.118 stig
Gexus Gexus 1.164 stig
Jormundgand Jormundgand 908 stig
THT3000 THT3000 714 stig
FuriousJoe FuriousJoe 580 stig
Mastro Mastro 544 stig
ChocoboFan ChocoboFan 490 stig

Stjórnendur

Kingdom Hearts: Re:Coded (0 álit)

Kingdom Hearts: Re:Coded Og nýr Kingdom Hearts titill var afhjúpaður um daginn, þó hann er satt að segja ekki svo nýr því Kingdom Hearts: Re:Coded er einfaldlega Kingdom Hearts: Coded (sem kom út í þáttum á japanska farsíma á síðasta ári) nema þá fyrir Nintendo DS.

Leikurinn gerist stuttu eftir Kingdom Hearts 2, þar sem Jiminy Cricket (paddan litla sem var með Sora og félögum, skráði niður allt í dagbókina sína sem gerðist í KH1 og KH2) er í Disney kastalanum að fara yfir dagbækurnar sínar, þangað til að hann kemst yfir dularfull skilaboð sem hann kannast ekkert við. Því bregður Mikki Mús á það sniðuga ráð að “stafræna” dagbækurnar til þess að komast yfir leyndarmál þeirra.

Þá tekur við leikur þar sem Mikki Mús, ásamt stafrænni gerð af Sora ferðast um í ýmsum stafrænum útgáfum af þeim heimum sem ferðast var í og þurfa þar að kljást við dularfulla “bugs” og fleira skemmtilegt til þess að komast að hinu dularfulla. Svipað og með Chain of Memories, þá er ferðast um í sýndarveruleikagerðum af heimunum sem ferðast var í KH1 og 2, nema núna fáum við að gera það útfrá sjónarhorni Mikka Músar, þar sem við fáum að læra hvað gerðist þarna á meðan, sem við fengum aldrei að vita í KH1 og 2.

Re:Coded, 358/2 Days og Birth by Sleep, þrír nýjustu leikirnir, þó allir misstórir/mikilvægir þá leiða þeir allir til stóra leiksins Kingdom Hearts 3. Coded spilar þar sterkur inn, því hann á víst að segja á einhvern hátt til um það hvað verður um Aqua, Terra og Ventus úr Birth by Sleep og margt fleira.

Búist er við leiknum einhverntíman seint á þessu ári á Nintendo DS.

Karlmannlegur Could. hehe! (4 álit)

Karlmannlegur Could. hehe! eftir <a href="http://genzoman.deviantart.com">Genzo</a>

50% minnkuð

Omega (3 álit)

Omega FMV af svokallaða ‘'Superboss’'-inum Omega frá Final Fantasy V.

FFI (1 álit)

FFI Smá húmor sem var sett inní Final Fantasy I á NES, minnir að þetta hafi verið skot á Dragon Quest leikina þar sem það var hægt að fá smá fjársjóð og svoleiðis úr brunnum

FFX (9 álit)

FFX Bíddu Buster Sword í FFX eru kanski sumir að spyrja.
Já þó að þetta sverð hafi ekki átt sér stað í leiknum þá átti það upprunnarlega að vera vopn fyrir Tidus.

Sverðinu er ekki hægt að ná án þess að nota Gameshark hack.

http://www.youtube.com/watch?v=gom-qajs__A - í þessu videói sést Tidus með ‘'The Buster Sword’' að gera slice and dice overdrive-ið sitt.

Final Fantasy VIII (12 álit)

Final Fantasy VIII Mynd af ræðunni hennar Edeu í enda disk 1 frá Final Fantasy VIII

Kingdom Hearts: BBS kemur á PSP 7. september! (6 álit)

Kingdom Hearts: BBS kemur á PSP 7. september! Enska útgáfan af nýjasta Kingdom Hearts titlinum, Birth by Sleep hefur loksins fengið útgáfudag, 7. september næstkomandi. Ástæðan fyrir seinkuninni er sú að þeir hafa bætt við fullt af nýjungum sem voru ekki í japönsku útgáfunni.

Einnig hafa talsetjarar verið staðfestir, en meðal þeirra eru Jesse McCartney, sem talaði fyrir Roxas í fyrri leikjum og nú Ventus (sem lítur alveg eins út og Roxas) eina af aðalhetjunum. Svo er það líka Willia Holland sem talar líklega fyrir Aqua, kvenhetjuna í leiknum. Holland er hvað þekktust fyrir leik sinn í The O.C og Gossip Girl. En það merkilegasta við talsetjarnna er að leikararnir Leonard Nimoy (Spock úr Star Trek) og Mark Hamil (Luke Skywalker) munu einnig talsetja í leiknum. Staðfest er að Nimoy muni talsetja Master Xehanort, skúrkinn í leiknum. Ekki er enn vitað fyrir hvern Mark Hamill mun talsetja.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Birth by Sleep í rauninni Kingdom Hearts 0, en hann gerist 10 árum áður en fyrsti Kingdom Hearts leikurinn gerist og fjallar um þrjár keyblade hetjur sem ferðast um heimana og rannsaka hvarf keyblade meistarans Xehanort (Nimoy) og nýju óvinina sem eru Unversed (koma í staðinn fyrir Heartless og Nobodies). Það sem gerist í þessum leik er atburðarrásin að öllu því sem gerist í öllum öðrum Kingdom Hearts leikjum í rauninni.

Birth by Sleep hefur þegar fengið frábæra dóma í Japani og seldist hann mjög vel þar. Vilja margir meina að hann gæti verið einn besti Kingdom Hearts leikurinn. Þótt leikurinn kemur út á PSP, þá er hann þrátt fyrir það stærri og lengri leikur heldur en KH1 og 2. Einnig er hægt að spila saman í multiplayer í sérstökum borðum.

Final Fantasy (1 álit)

Final Fantasy Nobuo Uematsu maðurinn á bakvið tónlistina í Final Fantasy og litli vinur hans Vivi sem er persóna úr Final Fantsy IX.

Edgar (2 álit)

Edgar Já þetta er hann Edgar eins og þið munið eftir honum frá Final Fantasy VI. Þetta er rétt áður enn hann joinar partýið þar sem það er verið að lýsa honum. Þetta er úr SNES gerð leiksins eins og sumir geta lyktað upp þýðingu Ted Woolsleys. Mér fannst þessi mynd frekar fyndin vegna þess að hann virðist vera að sýna miðju puttann sinn, og þig vitið nú vonandi öll hvað það þýðir.

Tobal No. 1 (2 álit)

Tobal No. 1 Það vantar víst einhverjar myndir hérna.

Þetta var fyrsti leikurinn á PS1 frá Square-Soft. Gaurinn sem bjó til Dragon Ball hannaði persónurnar, og heilir átta JRPG composer-ar sáu um tónlistina, m.a. fólk á bak við tónlistina í Kingdom Hearts og Final Fantasy X.
Maður heyrir ekki oft talað um leikinn. Hefur einhver hérna spilað hann, og hvað fannst ykkur? Hef sjálfur aldrei spilað hann.

Also: Á þetta heima á þessu áhugamáli? Mér finnst það þar sem a) það er S-E korkur hérna og b) það fylgdi með honum FF VII demo á sínum tíma.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok