Og nýr Kingdom Hearts titill var afhjúpaður um daginn, þó hann er satt að segja ekki svo nýr því Kingdom Hearts: Re:Coded er einfaldlega Kingdom Hearts: Coded (sem kom út í þáttum á japanska farsíma á síðasta ári) nema þá fyrir Nintendo DS.
Leikurinn gerist stuttu eftir Kingdom Hearts 2, þar sem Jiminy Cricket (paddan litla sem var með Sora og félögum, skráði niður allt í dagbókina sína sem gerðist í KH1 og KH2) er í Disney kastalanum að fara yfir dagbækurnar sínar, þangað til að hann kemst yfir dularfull skilaboð sem hann kannast ekkert við. Því bregður Mikki Mús á það sniðuga ráð að “stafræna” dagbækurnar til þess að komast yfir leyndarmál þeirra.
Þá tekur við leikur þar sem Mikki Mús, ásamt stafrænni gerð af Sora ferðast um í ýmsum stafrænum útgáfum af þeim heimum sem ferðast var í og þurfa þar að kljást við dularfulla “bugs” og fleira skemmtilegt til þess að komast að hinu dularfulla. Svipað og með Chain of Memories, þá er ferðast um í sýndarveruleikagerðum af heimunum sem ferðast var í KH1 og 2, nema núna fáum við að gera það útfrá sjónarhorni Mikka Músar, þar sem við fáum að læra hvað gerðist þarna á meðan, sem við fengum aldrei að vita í KH1 og 2.
Re:Coded, 358/2 Days og Birth by Sleep, þrír nýjustu leikirnir, þó allir misstórir/mikilvægir þá leiða þeir allir til stóra leiksins Kingdom Hearts 3. Coded spilar þar sterkur inn, því hann á víst að segja á einhvern hátt til um það hvað verður um Aqua, Terra og Ventus úr Birth by Sleep og margt fleira.
Búist er við leiknum einhverntíman seint á þessu ári á Nintendo DS.