Mér finnst nú frekar skrýtið að ég geti ekki fundið neina umræðu hérna um þennan bókaflokk. Bókin Twilight og næstu tvær New Moon og Eclipse eru búnar að fá mikla athygli í bandaríkjunum og hafa safnað sér mörgum aðdáendum. Það á að koma út kvikmynd byggð á fyrstu bókinni í desember.
Bækurnar fjalla um Bellu Swan sem flytur í smábæ í washington og verður ástfangin af vampíru. Þetta eru allavega frábærar bækur og ég vildi bara vita hvort ég væri ein hérna sem væri búin að lesa þær =P
Bannað að sleppa að lesa þetta ef þú fýlar fantasiurnar. Þessar bækur styttu mér svo sannarlega stundir í sumar :) Mjög skemmtileg hugmynd af bók og hvernig hún er útfærð, sniðugt hvernig höfundur merkir skilin á milli um hvorn heimin maður er að lesa um svo það sé engin ruglingur í gangi. Skemmtilegar persónur og margt að gerast, getur verið eilítið fyrirsjáanleg á köflum en kemur manni alltaf á óvart á einn eða annan hátt.
Bíð spennt eftir þessari, næsta bók í seríu Garth Nix, The Keys to the Kingdom. Fyrri bækur eru Mister Monday, Grim Tuesday, Drowned Wednesday, Sir Thursday og Lady Friday.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..