Kent Hovind er sköpunarsinni og hefur kennt vísindi út frá sköpunnarsögunni í mörg ár auk þess að predika.
Hann trúir meðal annars því að Adam og Eva hafi búið í Eden ásamt Risaeðlum, að Nói hafi tekið risaeðlur með í örkina og að þær séu enn þá til í dag, t.d. Lochness Skrímslið (Líklegast Lagarfljótsormurinn líka ef hann hefði heyrt um hann).
Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af trúðum sköpunnarsinnum fyrir að skaða málstaðinn og trúleysingjum fyrir það að vera hreinlega fáfróður hvað varðar þróunarkenninguna.
Hann er með boð upp á $250.000 sem rennur til þess sem getur sannað þróunarkenninguna. Þar nefnir hann 5 liði
1. Að tími, rúm og efni hafi orðið til að sjálfu sér
2. Reikistjörnur og Stjörnur hafi orðið til úr geimryki
3. Efni skapaði líf af sjálfu sér
4. Að fornar lífverur hafi lært að fjölga sér sjálfar
5. Að miklar breytingar hafi orðið á milli þessara dýra (Fiskar hafi farið á land, breyst í eðlur og þaðan í fugla og spendýr)
Flestir ættu að sjá að þetta er nokkurn vegin út í hött.
Einnig hefur hann haldið því fram að þróunarsinnar haldi að menn hafi þróast frá steinum, eða þá banönum og sagði til dæmis í Ali-G þætti: Apar eru enn að eignast börn í dag, af hverju eignast þeir ekki annan mann?