Í Fréttablaðinu í dag Föstudag 22 Júlí er grein efst á síðu 6, sem les: Íþróttalið Taívan fékk ekki að nota taívanska fánann á Alþjóðaleikum ungmenna í Laugardalnum.
Hverslags fasismi er þetta að banna íþróttamönnum að nota fána landsins síns?
meira..
Þetta segir Anna Kristinsdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðaleikanna, “Þetta er bara þessi pólitíska umræða sem kemur frá Kínverjum. Við höndlum með íþróttaleika ungmenna, en ekki pólitíska afstöðu”.
Og svo segir Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytsins “Utanríkisráðuneytið kom ekki beint að málinu, þar sem leikarnir eru ekki á vegum ríkisins”.
Ok, svo ef verkefnisstjóri Alþjóðaleikanna höndlar ekki með pólitíska afstöðu og utanríkisráðuneytið kom ekki beint að málinu.. HVAÐA FASISTI VAR ÞAÐ ÞÁ SEM BANNAÐI ÍÞRÓTTAFÓLKINU AÐ NOTA ÞJÓÐFÁNANN SINN?