Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bílar

Bílar

8.432 eru með Bílar sem áhugamál
56.694 stig
585 greinar
12.031 þræðir
56 tilkynningar
11 pistlar
3.596 myndir
920 kannanir
111.284 álit
Meira

Ofurhugar

Mal3 Mal3 2.052 stig
KITT KITT 1.632 stig
Aiwa Aiwa 1.088 stig
JoeyThunder JoeyThunder 866 stig
stakka stakka 622 stig
JHG JHG 498 stig
flat6 flat6 466 stig

Stjórnendur

BRABUS (18 álit)

BRABUS fékk mer þetta síðast laugardag 17.05.08

Mercedes Benz C320 BRABUS 2001.árgerð

þessi bíll sem ég fékk, var í eigu forstjóra PIRELLI dekkjaframmleiðanda og hann lét breyra honum hjá BRABUS, það þarf að laga felgunar á þessum og sprauta framm og afturstuðara allavega! til að gera hann eitthvað flottan, en þó hann er geðveikur samt get bara ekki verið sáttari með hann…

Audi R8 (10 álit)

Audi R8 Þetta er bara svalur bíll og ég er ekkert á móti því að fá einn svona!

dodge viper srt 10 (14 álit)

dodge viper srt 10
dodge viper
Bensín 2 manna
8300 cc. slagrými 2 dyra
10 strokkar Beinskipting, 6 gíra
500 hestöfl Afturhjóladrif

Aukahlutir & búnaður
ABS hemlar - Armpúði - Álfelgur - Fjarstýrðar samlæsingar - Geisladiskamagasín - Geislaspilari - Hraðastillir - Innspýting
- Kastarar - Leðuráklæði - Litað gler - Líknarbelgir - Loftkæling - Rafdrifin sæti -
Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Spólvörn - Stöðugleikakerfi - Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri -
Þjófavörn - Vél: 8,3L V10

Nýja Subaru Boxer Diesel vélin (5 álit)

Nýja Subaru Boxer Diesel vélin Erfitt að finna góða mynd af vélinni :/

Copy/Paste af www.subaru.is

Nú í byrjun júní er von á fyrstu dísel Subaru bílunum til landsins. Beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu að Subaru komi með díselvélar og nú er sú bið senn á enda. Sérfræðingum Subaru tókst að hanna byltingarkennda vél sem ber af á mjög mörgum sviðum. Er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem Boxer díselvél kemur í fólksbíla og kostirnir umfram hefbundnar díselvélar eru ótvíræddir eins og greinilega kemur fram hér að neðan:

-Frábært upptak
-Gríðarlegt tog á lágum snúningi
-CO2 útblástur í lágmarki
-Mjög lág eldsneytiseyðsla
-Hljóðlátasa díselvélin í sínum flokki
-Mun léttari og stöðugri en aðrar vélar
-Skilar bílnum fullkomnu jafnvægi og lágum þyngdarpunkti
-Mun minni titringur en í öðrum díselvélum

Það er því augljóst að hér á ferðinni er einstakur kostur sem skapar algjörlega ný viðmið í flokki díselbifreiða. Mikið tog og kraftur ásamt sparneytni var haft að leiðarjósi við hönnun vélarinnar og er hún að skila 150 hestöflum (2000 cc.) og 350 Nm togi við aðeins 1800 snúninga á mínútu. Þrátt fyrir þetta mikla afl er uppgefin eyðsla aðeins 5.6 lítrar í blönduðum akstri sem er hreint ótrúlegt.

Gagnrýnendur í erlendum blöðum og tímaritum hafa hlaðið bílnum lofi og alveg ljóst að hér er á ferðinni spennandi viðbót við hina margrómu Subaru bifreiðar sem hafa sannað sig til fjölda ára við íslenskar aðstæður.

Í fyrstu mun díselvélin verða boðin í Subaru Legacy Sedan ásamt Subaru Outback.


Video af vélinni idle: http://www.youtube.com/watch?v=uo9wRfd4QkI

Volvo S40 "First generation" (4 álit)

Volvo S40 "First generation" Þessi bíll kom fyrst út árið 1995 undir nafninu S40 (station útgáfan hét og heitir V40).

Þeir voru smíðaðir í Nýjasjálandi, þessvegna telja sumir hann ekki vera úr Sænsku gæðastáli en þeir um það ;)

Árið 2000 voru bílarnir endurbættir (Phase II) og voru þá nokkrar tæknilegar breytingar kynntar. T.d. meira öryggi, stærri bremsudiskar, ný fjöðrun að framan og stýrisbúnaður, fjöðrunin að aftan var endurbætt, stærri dekk og “fótsporið” (track width, veit ekki hvernig ég á að þýða þetta) var víkkað aðeins.

S40 bíllinn kom með 4 strokka vél, 1,9 Lítra dísel, 1.6, 1.8, 2.0 lítra og 2.0 með túrbínu. 1.9 lítra vélin var sú eina sem var fáanleg í Bandaríkjunum.

Einnig var þessi bíll sá fyrsti til þess að fá fjórar stjörnur Euro-NCAP prófunum.

Mér finnst þessir bílar frábærir og ef einhver veit um S40 (beinskiptan) árg 00 til 02 sem er til sölu þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig.

Honda s2000 (22 álit)

Honda s2000 Það sem búið að að gera við þennan bíl er eftirfarandi:
Spoon stillanleg fjörðun með 10K gormum að framan og 8K gormum að aftan.
Mugen pústkerfi. Ryðfrítt með títaníum kútum. Mjög flott hljóð og lookar mjög vel á bílnum.
Richmond 4.57 drif. Lægri/hærri hlutföll (fer eftir því við hvern þú talar). Kemur í staðinn fyrir orginal 4.10 hlutföllinn og bíllinn er töluvert snarpari á 4.57. Þetta drif er einnig mun sterkara heldur en orginalinn.
Berk Technology De-Cat. Skýrir sig sjálft. Ryðfrítt rör með CEL fix. S.s vélarljósið kemur ekki þrátt fyrir það að hvarfan vanti.
Mugen loftsía. Í boxinu, þetta er svampsía sem auðvelt er að þrífa.
Spoon stífur hér og þar. X brace undir vélinni. Stífa á milli demparaturna og á þverbitanum að aftan.
Spoon vatnskassafestingar.
Volk CE28N Time Attacks á BFGoodrich K
W. 225/40/17 að framan og 255/45/17 að
aftan. Þessar felgur eru rándýrar.
OEM svunta að framan.
OEM iPod tengi.
Og margt fleira.
(Tekið af L2c)




þetta er án efa fallegasti s2000 á landinu að mínu mati :)

mazda (15 álit)

mazda rx7 held eg og sjúklega flotu

kia clarus (9 álit)

kia  clarus þetta er kia clarus 2.0 mótor 16 ventla 130-140 hp þægilegir bílar sprækir og sparneitir

eg er að leita af kia clarus til niður rifs 2001 ekki eldri því að
eg þarf vara hluti og eldri gerðin er með öðruvísi framenda skoða öll tilboð

Ferrari 599 GTB Fiorano (15 álit)

Ferrari 599 GTB Fiorano beauty

Flotin minn! (9 álit)

Flotin minn! Jæja hér er flotin minn byrja næst okkur:

2004 Tanaka bensín hlauparhjól 40cc 2.2hp fer í svona 40-50km/h á jafsléttu fer eftir vind. og 60 km/h niðurbrekkur.

2005 Tanaka bensín hlauparhjól 40cc 2.2hp fer í svona 40-50km/h á jafsléttu fer eftir vind. og 60 km/h niðurbrekkur.

1991 Renault Clio RT 1.4L 77hp hann stendur í smá viðgerðum núna.

1997 Honda Accord 2.0L 130hp þetta er bíll núna sem ég nota þegar það er leiðinlegt veður annars nota ég hlauparhjólið mitt.

já svona er flotinn minn :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok